Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 66
GYLFI Þ. GÍSLASON :
Eru tvisvar sinnum tveir ekki fjórir?
Fyrir hálfu öðru ári skrifaði ég ritdóm um bókina Undir ráð-
stjórn eftir H. Johnson, dómprófast, í tímaritið Helgafell. Gat ég
þess þar, að í bók þessari væru ýmsar hæpnar staðhæfingar, svo
sem það, að vöruverðið í Rússlandi sé fast, alveg eins og verð á
gasi eða vatni í bæjum á Englandi og geti ekki breytzt eftir upp-
hæð þess gjaldeyris, sem er í umferð. Taldi ég ummæli þessi bera
vott um skilningsskort á alkunnu hagrænu lögmáli, svo nefndu
kvantitetslögmáli, sem fjallar um, að ákveðið samband sé milli
peningamagns, umferðahraða þess, vörumagns og vöruverðs.
Þessi ummæli mín urðu til þess, að Björn Franzson ritaði Helga-
felli bréf, þar sem hann andmælti þeim og taldi kvantitetslög-
málið ekki í gildi í Rússlandi. Ég svaraði honum stuttlega, skýrði
þetta lögmál og sýndi fram á, að það hlyti að vera í gildi í hvaða
hagkerfi sem væri, jafnt í Rússlandi sem annars staðar, og nefndi
dæmi því til sönnunar. Þetta svar mitt hefur nú valdið því, að B. F.
hefur ritað alllanga grein um þessi efni í Tímarit Máls og menn-
ingar.
Ég hafði skýrt staðreynd þá, sem um er að ræða og nefnd hefur
verið kvantitetslögmál, með jöfnunum P1 • U1 + P2 • U2 = Vm • V
þar sem P1 táknar peningamagn það, sem er í umferð, og U1 um-
ferðahraða þess, P2 það, sem notað er sem peningar (aðallega banka-
innstæður) og U2 umferðahraða þess, Vm vörumagnið, sem á boð-
stólum er á tímabilinu, og V meðalverð þess. Sé þessi líking rétt,
táknar hún, að breyting getur ekki orðið á einum þessara þátta,
gjaldmiðilsmagninu, umferðahraðanum eða tölu viðskipta, vöru-
magninu eða vöruverðinu, án þess að jafnframt sé um að ræða
breytingu á einhverjum öðrum þætti hennar. Mér til ánægju sé ég,
að B. F. segir nú, að þessar jöfnur séu „óneitanlega fullkomlega
rökréttar í sjálfum sér“, og ennfremur kveðst hann neyðast „til þess