Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 49
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
39
koma til karlfuglsins og hjálpa kerlingaruglunni hans. Við erum
svo gömul. Ég skal stinga að þér nokkrum aurum, kindin mín.
— Ég verS heima hjá mömmu í vetur, segir hún.
— Næsta vor, svona upp úr þorranum?
— Ég vei;S heima hjá mömmu í vetur, segir hún. — Ég er lasin
og verS heima hjá mömmu í vetur.
Hann starir á hana, og loksins lítur hún upp, og segir:
— Næsta vor, segir hún, ég, sem á barn í vændum næsta vor.
— ÞaS er sama, muldrar karlinn í fáti og rýnir fyrir fætur sér,
þaS er sama, þú hefur enga ástæSu, enga ærna ástæSu.
Þau ganga þegjandi og veSriS spillist og kuldaský þokast upp
yfir fjalliS og þaS er bara gangan, sem ver þau hrolli. Og seint og
síSar meir koma þau aS Bjólu og nema staSar viS túngarSinn og
kveSjast.
— ÞaS er ekki víst, hvaS maSur sér þig oft, segir hún, ég held
þaS sé bezt aS nefna þaS viS þig núna, hvort þú munir eiga leiS
upp í Andakílinn næsta sumar?
Karlinn segir ekkert.
— Ég er ekki búinn aS ráSa þaS viS mig, heldur hún áfram, en
Brokeyjarbóndinn orSaSi þaS, hvort ég kæmi sem vinnukona til sín
næsta sumar. Ég er ekki búin aS ráSa þaS viS mig, en ef þú ættir
leiS þangaS uppeftir, þá. .. .
Hann svarar ekki, honum er orSfátt, hann lítur niSur.
Ég er svo skelfing þreytt, segir hún þá meS hægS, má ég ekki
koma inn meS þér og hvíla mig? Ég er svo skelfing þreytt. Þetta
hefur veriS erfitt sumar. ÞaS eru svo blautar engjar í Brokey.