Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 30
20 TIMARIT MALS OG MENNINGAR skálds, þá mega menn ekki ætla, að þyngdarlögmálið sé upphaíið, þótt maður hrapi með skriðunni. Ekki láta heldur sóttkveikjurnar hrífast af upphefð og metorðum sjúklinga sinna. Hliðstæð skiljanleika náttúrunnar er hin alstaðar nálæga fegurð hennar, sem er fimmta tilefnið til skynsamlegrar undrunar, þótt raunar fegurðin með aðdáun þeirri, er hún vekur, orki frekar á tilfinningar manns en skynsemi. En það er, eins og Lotze segir, mikils virði, að þurfa ekki að líta á fegurðina sem gest og fram- anda í heimi þessum eða sem stundarútlit vissra hluta, heldur sem „hrífandi opinberun þess lögmáls, sem ríkir í lifandi starfsemi alls veruleika.“ Sjötta ástæðan til skynsamlegrar undrunar er fólgin í aðalein- kennum allra lifandi vera. Við þurfum ekki endilega að láta hrífast af yfirborði lífsins, sem oft getur verið ljótt og grimmúðugt, því eins og Coleridge kemst svo spaklega að orði, er undrun vor í fyrstu oft sprottin af vanþekkingu. En ef vér skyggnumst dýpra og með kostgæfni eftir öllu því, sem lífefnafræðin og lífeðlisfræðin nú get- ur greint oss frá, þá getum vér farið að undrast í raun og sann- leika, þá er vér förum að reyna að skilja allt það, er lífefnin, eðli þeirra og starf áhrærir. Og þótt allt þetta væri dregið frá, þá eru þó mörg fyrirbæri eftir í fari lifandi vera, er sýna oss nýja dýpt í náttúrunni. En aðaleinkenni lífsins eru þessi, að það er síendur- tekin starfsemi, er leitar upp og fram, grær, margfaldast, þroskast, nemur öll utanað komandi áhrif og lagar sig eftir þeim, en þó um fram allt — þróast fram á við og upp á við. Og einmitt þetta er sjöunda og síðasta undrið, — sjálf framþró- unin. Það er ekki einungis svo, að lífið flói áfram, heldur flóir það upp á við. Og í þessu sífellda lífsflóði er ekki einungis viðhald, heldur og framsókn. Það er ekki einungis svo, að lífið skipti um lag og liti, heldur er það „eins og síhækkandi söngur“. Órófi alda varð jörð vor að vöggu lífsins; æ fegurri og fullkomnari tegundir komu smám saman í ljós; hinir lifandi líkamir sigruðust á hlutun- um í kringum sig og færðu sér þá í nyt, og loks tók sálarlífið að sigra líkamann, unz maðurinn, undrið, sem krýnir sköpunarverkið, kom í ljós, því að hann gefur öllu æðri og dýpri merkingu. En þótt vér hljótum að skoða manninn í ljósi þróunarinnar, eins og flestir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.