Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 40
30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
efni. Alþýðuriki ráðstjórnarþjóðanna brást ekki vonum þeirra, sem
frá upphafi höfðu fagnað því sem tákni nýs dags í sögu mannanna.
Og loks varð öllum hugsandi mönnum ljóst, að orusturnar austur
á sléttum Rússlands voru orustur mannkynsins, sigrar Rauða hers-
ins voru sigrar þess, ósigrarnir ósigrar þess. Styrjöldin í Rússlandi
kveikti á tundurþræði uppreisnarinnar í öllum ánauðugum lönd-
um Evrópu. Þegar fyrstu fregnirnar bárust til Vesturevrópu um
rússnesku skæruliðana, tóku menn þeim með mikilli vantrú. En
efinn rann af mönnum þegar skæruliðar risu upp í Júgóslavíu, í
Grikklandi, í Tjekkóslóvakíu og Frakklandi. Hin undirokaða alþýða
meginlandsins, sem ofurseld hafði verið afturhaldinu milli styrj-
aldanna, sýndi nú hvers hún var megnug. Úr skæruliðahópunum
urðu skæruliðaherir, sem lögðu undir sig heila landshluta og fengu
herfylkjum nazista ærið að starfa. Og loks kom þar að, að aðal-
bornir brezkir liðsforingjar, uppfræddir í Eton og Sandhurst, urðu
að semja við skæruliðana sem jafningja sína og flytja þeim vopn
og vistir. Um gervalla Evrópu vaxa fylkingar skæruliðanna. Al-
þýða hinna undirokuðu landa er að verða nýtt stórveldi á megin-
landinu, vopnum húið vald, sem ekki verður gengið fram hjá þegar
að því kemur að skipa málefnum þessarar álfu að lokinni styrjöld-
inni. Alþýða Evrópu er með baráttu sinni að sanna það jafnvel
hörðustu þverhausum afturhaldsins, að hún er ekki aðeins steðji,
heldur hamar. Þetta unga, vaxandi stórveldi Evrópu er sterkasta
trygging þess, að harmleikur stríðslokanna 1918—1921 endurtaki
sig ekki og málstaður og hagsmunir fólksins verði ekki bornir fyrir
róða.
5
En við vitum að um það leyti, er herveldi nazistanna verður
brotið á bak aftur, verður alþýða Evrópu ekki ein undir vopnum
á meginlandinu. Þar verða einnig herir hinna sameinuðu þjóða.
Ef að líkindum lætur og nazistar fá varizt innrásarherjunum að
nokkru ráði, þá mun meginþorri evrópskra borga verða lagður í
auðn. Hin endurleystu héruð Rússlands munu geta gefið mönnum
nokkra hugmynd um, hvernig umhorfs verður í Evrópu þegar sverð-
in verða slíðruð. í mörgum löndum Evrópu mun borgarastyrjöld