Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 90

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 90
80 TIMARIT MALS OG MENNINGAR lega hafi höfundurinn eitthvað af hontun lært sem öðrum skáldum. Helzt minnir sagan Spyrjum að leikslokum ofurlítið á sögur Guðmundar. Höfundur mun að ýmsu leyti hafa örðugar aðstæður til ritstarfa, hlaðinn kennslustörfum á útkjálka lands, en vafalaust á hann eftir að taka framför- um, og er vonandi, að hann leggi ekki árar í bát og láti fleira frá sér fara. Því miður hef ég rekizt á nokkrar ritvillur í bókinni, en sennilega eru það prentvillur, sem höfundurinn á ekki sök á, því hann hefur sjálfsagt verið víðs fjarri, þegar bókin var sett. Af röngum beygingum hef ég tekið eftir, að orðið hringur kemur fyrir í flt. hringir í stað hringar og sögnin ráða er í fram- söguhætti þátíðar í miðmynd réðist í stað réðst. Sennilega eru þetta líka prentvillur, og varla trúi ég jafngóðum íslenzkumanni og höfundur er til að beygja þetta skakkt. Jóhann Sveinsson. Hornstrendingabók Þorleijur Bjarnason: HORNSTRENDINGABÓK. Akureyri 1943. Þorsteinn M. Jónsson gaf út. Ókunnugum sýnist sitt hverjum um Hornstrendinga. Þrjár þeirra skoðana eru efstar í flestum: 1. Hornstrendingar eru mestir frummenn allra Islendinga, fornmenn og þó öllu heldur villimenn. Rök: Þeir hafa lifað af sínu einangraðir í þúsund ár, frumbændur án þéttbýlisvenja, lítt háðir verzlun og aldrei á valdi selstöðu- kaupmanna, yfirboðara né presta sinna, sem þeir léku suma grátt. 2. Hornstrendingar eru guðhræddastir íslendinga. Skýring: Háski þeirra við að sækja sér björg í sjó og hamra var svo óviðráðanlegur og duttlunga- fullur og skammdegið svo kveljandi og hjátrúarmyrkt, að þeir hlutu að leita á náðir trúar. 3. Hornstrendingar eru viðsjálsgripir, fara hægt, hamrammir í forneskju sinni, afrendir í átökum, ósigranlegri þó, ef þeir gripu til galdranna, og ekki þarf þeim fólskunnar að frýja, ef þumbaldaskapurinn í þeim er þreyttur til reiði. Bók Þorleifs, sem er Hornstrendingur, leiðir mann í allan sannleika um það, sem rétt er í þesstim landlægu skoðunum, en rekur sérhvert einkenni betur til rótar og sýnir Hornstrandir og íbúa þeirra í eðlilegra ljósi. Þegar í upphafi grípur bókin mann tökum sínum: „Harðir, miskunnarlausir vetur nteð langvinnum hríðarbyljum, snjóalögum, hamförum hafsins og ískrandi náhljóðum hafíssins gerðu Hornstrendinga þögula og innibyrgða, seina til þess að blanda geði við guma. Þeir urðu stór- brotnir í skapi og háttum, lausir við kveifarskap, ef þeir ekki hrotnuðu undan álögum umhverfisins og urðu brákaður reyr, blaktandi strá í gjörningaveðrum grályndrar náttúru. En fæstum fór svo. Þeir skapminnstu hertust til þan-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.