Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 10
Eigið þér Tímarit Máls og menningar óbundið? Fyrir nokkrum árum gekkst Mál og menning fyrir því að félags- menn þess gætu fengið 10 fyrstu árganga Tímaritsins bundna í snyrtilegt band á það lágu verði að flestir sæju sér fært að láta binda safn sitt. Samkomulag varð við Hólabókbandið um að gera tilraun með þetta, ef einhver hópur manna vildi nýta boðið. Þar sem þetta varð sérstaklega vinsælt og fjöldi manna notfærði sér þetta hefur orðið að ráði að bjóða kaupendum þetta nú á nýjan leik. Framhaldsverk eins og tímarit, verða er til lengdar lætur ekki varðveitt svo vel geti talizt án þess að þeim sé búin sæmileg um- gjörð. Mælir allt með því að svo sé að bókum búið að þær geti hvenær sem er verið opin heimild eða aðgengilegar til lestrar og um leið prýði bókahillunnar og heimilisins. Sú breyting verður þó að nú mega menn greiða bandið í áföng- um, 50 kr. mánaðarlega þar til bandið er að fullu greitt. Um tvenns konar band er að velja, skinnband og shirtingsband. Safnið ritinu saman strax og látið binda það inn. Prentsmiðjan Hólar h.f. Þingholtsstrœti 27 • Reykjavík • Sími 6844

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.