Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 21
GÓÐ TÍÐ staðar skáhalt við mig eða á bakvið mig; ellegar jafnvel beint fyrir fram- an mig; og haim afi minn sé þar inni eitthvað að duðra. Þessvegna finst mér heldur ekki nema sanngjarnt þeg- ar ég ræði um minn heim, að þá segi ég fyrst af öllu nokkur deili á honum afa mínuin. Björn sálugi í Brekkukoti var bor- inn og barnfæddur í þessurn parti heimsins; faðir hans hafði búið hér í Brekkukoti í þann tíð þetta var jörð og átti eingjar fyrir sunnan tjörn, þar sem síðar voru gerðar mógrafir handa þessum tilvonandi höfuðstað. Þá voru liér danskir landstjórar. En í upphafi minnar sögu er kominn innlendur landshöfðíngi sem kallaður var kon- úngsráðgjafi af því hann stóð undir húsbóndavaldi danakonúngs sem og alþíngisnefna sú er átti að heita hér. Þegar afi minn fæddist voru ekki nema tæp tvö þúsund manna í þessum höfuðstað. í minni bernsku voru þeir farnir að nálgast fimta þúsundið. I barnæsku afa míns voru ekki aðrir hafðir í mannatölu í þessum stað en fáeinir embættismenn, sem ýmist voru kallaðir höfðíngjarnir eða yfirvöldin, og svo nokkrir erlendir kaupmenn, aðallega gyðíngar úr Slésvík og Holt- setalandi mæltir á lágþýsku og sögð- ust vera danir; en í þann tíð máttu ekki gyðíngar versla í Danmörku sjálfri heldur aðeins í hertogadæmum dana og á íslandi. Aðrir íbúar staðar- ins voru búðsetumenn sein stunduðu sjó, og voru oft margir um kú, eða áttu fáeinar kindur. Þeir höfðu litla árabáta og fyrir kom að þeir settu upp segl. 1 barnæsku afa míns var hver sjálfum sér nógur með fisk nema höfð- íngjar og kaupmenn, enda lifðu þeir mest á kjöti. En þegar staðurinn óx og fór að myndast eitthvað í áttina við bæarlíf með dálítilli verkaskiftíngu, og komnir upp iðnaðarmenn og eyrar- kallar sem ekki höfðu aðgáng að sjó, og svolitlir peníngar komnir í gáng milli manna, þá fór einstaka maður að hafa sér að atvinnu að fiska í soðið handa náúnganum. Einn sem gerði slíkt að atvinnu sinni var afi minn. Hann var ekki útvegsmaður í þeim skilníngi að hann hefði nokkuð um sig; hann fiskaði ekki með hlutar- mönnum slíkum sem þá voru kallaðir útgerðarmenn. Hann fylti aldrei flokk þeirra manna sem verka skreið svo um munar til að leggja inn hjá kaup- mönnum; og safna silfri eða gulli í kistu; og taka uppá að kaupa jarðir eða parta þegar minst varir, ellegar eignast hlut í þilskipi einsog þá var að koma í tísku. Það var vani hans að róa út á mornana snemma þegar gaf á sjó, ýmist úr Grófinni eða Bótinni, og hafði með sér einn eða tvo liðlétt- ínga á bátnum sínum, og lagði netin sín einhversstaðar rétt fyrir utan eyar, í hæsta lagi að þeir dömluðu útá Svið. Þegar hann kom að, stóð hún amma mín og ég í lendíngunni með kaffi- flösku í sokkbol og rúgbrauðssneið í 11

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.