Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Qupperneq 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Qupperneq 24
TÍMARIT MÁI.S OG MENNINGAR Steinbænum. Ég segi æfintýri lians hér af því mér hefur laungum verið það hugstætt, og saga mín væri ein- hvernveginn ekki nema hálf ef ég héldi því ekki til haga. Ég ætla þó umfram alt áður en ég segi söguna að taka mönnum vara fyrir því að halda að nú komi einhver stórtíðindi ellegar efni í hetjukvæði. Nú leggur maður- inn frá sér pokann þar í húsasundinu og sest á hann og fer að þurka framan- úr sér svitann með erminni. Hann yrðir á mig, dreinginn, og spyr svo: Er hann Björn formaður afi þinn viðlátinn? Þegar afi minn var kominn útúr netakompunni og frammí húsasundið þar sem sólin skein á fiskhreistrið, þá stóð gesturinn upp af pokanuin, féll á knébeð hjá byrði sinni, tók ofan hatt- inn sinn og fór að vinda hann, laut höfði og mælti svo: Ég stal frá þér þessum mó í nótt, Björn minn, úr móhlaðanum þínum hérna norðanundir Iijallveggnum. Jæa, sagði afi minn. Það var Ijótt verk. Og ekki nema sosum vika síðan ég gaf þér poka af mó. Já mér hefur ekki heldur komið dúr á auga í alla nótt fyrir samviskukvöl, sagði þjófurinn. Ég hafði ekki einu- sinni lyst á kaffivatninu mínu í morg- un. Ég veit ég sé aldrei glaðan dag framar fyren þú hefur fyrirgefið mér. Ja það er verkurinn, sagði Björn í Brekkukoti; en reyndu þó að standa í fæturna rétt á meðan við lölum sam- an; og setja upp hattinn. Mér finst ég muni aldrei framar geta staðið upp á ævi minni, sagði þjófurinn. Og þaðanafsíður sett upp hattinn. Afi minn tók hátíðlega í nefið, — ja það er ekki von þér sé létt í skapi eftir annað eins verk og þetta, sagði hann. Má ekki bjóða þér í nefið? Hafðu sæll boðið, sagði þjófurinn. en mér finst ég eigi það bara ekki skil- ið. Jæa þá það geyið mitt, sagði afi minn. En i svona máli þá þarf ég að hugsa mig um. Viltu ekki gera svo vel og gánga í bæinn og drekka bolla af kaffi meðan við tölum saman. Þeir skildu þýfið eftir í miðju húsa- sundinu og geingu inn. Og sólin skein á mópokann. Þeir geingu til stofu. Fáðu þér sæti og sýndu af þér kæti, sagði afi minn. Þjófurinn lét bögglað- an hattkúfinn sinn undir stólinn, og settist. Ja þetta er nú meiri blessuð tíðin, sagði afi minn: Ég held það hafi gefið uppá hvern dag síðan um sumarmál. Já, sagði þjófurinn. Það er mikil blessuð tíð. Ég hef sjaldan augum litið þvílíka vorýsu og í vor, sagði afi minn: rauð í sárið; og ángandi. Já þvílík blessuð ýsa, sagði þjófur- inn. 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.