Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 27
AUGUST STRINDBERG Hin sterkari Einþáttungur Á íslenzku eftir Einar Braga. Leikinn í Listamannaklúbbnum 19. nóvember 1956. Leikstjóri: Gunnar R. Hansen. Frú X: Guðbjörg Þorbjarnardóttir. M:lle Y: Helga Bachmann. Oheimilt er að leika þáttinn nema með leyfi þýðanda og Islandia Edition. ' SVIÐ Horn í kaffihúsi; tvö lítil járnborð, rauður flossóji og nokkrir stólar. Frú X kemur inn vetrarklœdd með hatt og í kápu, ber fallega japanska körfu á handleggnum. M:lle Y situr yfir liáljri ölflösku og er að lesa í myndablaði, leggur það síð- an frá sér og byrjar á öðru. Frú X: Góðan daginn, Amalía mín! -— Situr þú ein hér á aðfangadag jóla, eins og athvarfslaus ókvæntur maður. M:lle Y lítur upp úr blaðinu, kinkar kolli og heldur áfram að lesa. Frú X: Eg segi það satt, að ég tek reglulega nærri mér að sjá þig: eina, al- eina á kaffihúsi á sjálfan aðfangadag jóla. Mér fellur það ámóta illa og þegar ég sá einu sinni nývígð brúðhjón ú veitingahúsi í París: brúðurin sat og var að lesa í skemmtiriti, en brúðguminn var að spila billjarð við svaramennina. Úff, hugsaði ég: hvernig verður framhaldið og endirinn, fyrst upphafið er svona! Hann spilaði billjarð á brúðkaupsdaginn sinn! — Og hún las í skemmti- riti, geturðu hugsað þér! Jæja, það er náttúrlega ekki alveg jafn slæmt! Framreiðslustúlkan kemur inn, setur súkkulaðibolla á borðið hjá Frú X og fer út. tímarit máls og mennincar 17 2

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.