Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Qupperneq 39

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Qupperneq 39
ÞORGEIR HAVARSSON fólk brosir eins. í Fóstbræðra sögu úir og grúir af þessu, eins og sjá má síðar. Lýsingin á skapferli Þorgeirs er miklu merkilegri. Til viðbótar kappseminni, sem áðan var nefnd, segir sagan bls. 128: „Svá er sagt, at Þorgeirr væri lítill kvennamaðr; sagði hann þat vera svívirðing síns krapts, at hokra at konum. Sjaldan hló hann; óblíðr var bann hversdagliga við alþýðu." Með þessari lýsingu finnur Iiöfundur samnefnarann fyrir flest í fari Þorgeirs. Má verða ljóst, að persónan er af húsi og kynþætti þeirra manna í Islendingasögum, sem í senn eru gæddir æskilegum og miður æskilegum eiginleikum, en sú manngerð rís hæst í Agli Skalla-Grímssyni. Einkum er stór sá hópurinn, sem sameinar í eitt afl og óvinsældir. Ef frá eru taldir þeir nafnarnir Þorgils Arason og Þorgils á Lækjamóti, þá eru það einvörðungu menn af þessu tæi, sem citthvað koma við sögu Þorgeirs og lýst er. Þeir eru samskonar menn og hann, en farið er vægðarlausari höndum um neikvæða eiginleika þeirra. Ovinsælda og ójafnaðarmennsku er ekki getið í lýsingu á Þormóði, að vísu, en oft er þetta tvennt ítrekað, þegar herferðir þeirra fóstbræðra ber á góma. Ég læt hér fylgja dæmi um mannlýsing- ar sögunnar. Hávarr Kleppsson, bls. 123: „... því at hann var mikill vígamaðr ok hávaðamaðr ok ódæll“. Jöðurr, bls. 126: „Hann var garpr mikill ok höfðingi, ódæll ok lítill jafnaðarmaðr við marga menn_____“ Ingólfur og Þorbrandur, bls. 133—134: „Þeir feðgar báðir váru ójafnaðarmenn miklir, tóku jafnan annarra manna fé með kúgan eða ránum.“ Butraldi, bls. 142—143: „... mikill maðr vexti, rammr at afli, ljótr í ásjónu, harð- fengr í skaplyndi, vígamaðr mikill, nas- bráðr ok heiptúðigr". Þorgils á Lækjamóti, bls. 148: „Hann var mikill maðr ok sterkr, vápnfimr, góðr búþegn.“ Gautur Sleituson, bls. 157: „ ... inikill vexti ok sterkr at afli, ódæll ok Iiarð- fengr". Hækils-Snorri, bls. 178: „Ilann var mik- ill vexti ok sterkr ok óvænn yfirlits ok grimmligr í ásjánu, óvinsæll ok nasbráðr, beiptúðigr í skaplyndi." Þórir á Ilrófá, bls. 183: „... liann var harðr maðr ok illgjarn". Alla þessa menn vegur Þorgeir nema hinn fyrst talda, föður sinn. Bjarna í Ilundadal, sem Þorgeir vegur líka, er ekki lýst, né sauðamanni í Hundadal, sem sömuleiðis fellur fyrir vopni Þorgeirs. Það er engu líkara en hér sé alltaf sami maður á ferðinni, þó ólík séu nöfnin. Gall- ar Þorgeirs eru ekki dregnir eins skýrt fram í dagsljósið og þessara manna. Þó sýnir sagan, að hann stendur þeim varla að baki um vanstillingu og heiftúð. Ég get ekki að því gert, að mér finnst sumt í mannlýsingum þessum minna á „klausurn- ar“, eða réttara sagt höfund þeirra. Hvergi í sögunni nema þar vottar fyrir kækjum í stfl: stagazt er á sömu orðunum, höfuð- smið og þess háttar. Aldrei er minnzt svo á exi Þorgeirs, að ekki sé talað um náttból eða náttstað, og finnst mér það sverja sig mjög í ætt við klausuhöfund, sem verið hefur mikill vopnadýrkandi. Skýringar hans standa venjulega í orsakasetningum, sem auðvelt er að skjóta inn í textann, um leið og skrifað er. Svo haldið sé áfram, þá er fróðlegt að sjá, hvað höfundur leggur fram máli sínu til sönnunar, þegar hann segir Þorgeir ver- ið hafa óblíðan bversdagslega við alþýðu: Þegar hann kemur að Skeljabrekku ber hann að dyrum; húskarl kemur fram og mælir, bls. 129: „Gakk inn þú; heimul mun þér gisting.“ Þorgeirr segir: Eigi þigg 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.