Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 41
ÞORGEIR HÁVARSSON nnni á Þorgeiri. í fyrsta skipti, Jjegar þeir Þorgeir taka að berjast um hvalinn; Þor- geir bls. 149: „Þat er vænst, Þorgils, at vér scekimsk, því at þú ert fnlltíði at aldri ok knáligr ok reyndr at framgöngu, ok er mér forvitni á at reyna á þér, hverr ek em; skulu aðrir menn ekki til okkars leiks hlutask.“— Annað skiptið er það, þegar Þorgeir segir við Þormóð og móðgar hann svo, að þeir eru aldrei samvistum eftir það, bls. 151: „Hvat ætlar þú, hvárr okkarr myndi af öðrum bera, ef vit reyndim með okkr?“ — I þriðja lagi leggur hann honum þessi orð í munn, bls. 150: „Hvar veiztu nú aðra tvá menn okkr jafna í hvatleika ok karlmennsku, þá er jafnmjök sé reyndir í mörgum mannraunum, sem vit erum?“ Ekki er laust við skop frá höfundarins hendi í svari Þormóðs: „Finnask munu þeir menn, ef at er leitat" o. s. frv. A einum stað hendir eitt svar Þorgeirs til einheitni, þ. e. þegar Sigurfljóð rær undir við þá fósthræður að fara að Svið- insstaða-feðgum. Þormóður talar um að fara á hvalreka, Sigurfljóð segir það lítil- mannlegt og er með háðglósur um þá Þor- geir, en hann situr hljóður og hlustar á. Allt í einu sprettur hann upp og segir, bls. 24: „Standið upp sveinar ok launið hús- freyju gisting." Þetta eru þeir staðir í sögunni, þar sem helzt er að grípa í feitt, hvað skapgerð Þorgeirs viðkemur. Ef til vill kynnumst við honum þó betur í orðum höfundar á hls. 127 en í öllu því, sem á undan greinir: — „ok er Þorgeir spurði víg föður síns, þá brá honum ekki við þá tíðenda sögn“. Hvort sem um er að kenna frumbýlings- hætti í sagnrituninni eða ekki, þá felst mikil mannlýsing í því, að aldrei skuli minnzt á svipbrigði Þorgeirs einu orði, þegar þess er gætt, að fomir höfundar hafa oft þann háttinn að lýsa með einu litlu svipbrigði öllu því, sem gerist innra með persónunni, láta roða í vöngum tjá reiði, fögnuð, heift o. s. frv. Þorgeir roðnar aldrei, hann bliknar aldrei, hann hrosir aldrei né bregður grönum, hann hnyklar aldrei augnabrúnir, og svo mætti lengi telja. Hann verður aldrei þunglyndur eins og oft kom fyrir íslendinga á tilbreytingar- litlum vetrum, hann sýnir aldrei gleði- hragð. Það er engu líkara en andlit hans heri grímu; það tjáir aldrei neitt. Það, sem honum þykir svívirðing síns krafts, mega aðrir ekki án lifa, það verður þreki þeirra nauðsyn, því svo er sagt um Gísla Súrsson í útlegðinni: „Þegar er várar ferr Gísli aptr vestr í Geirþjófsfjörð, má þá eigi lengr vera í brott frá Auði konu sinni, svá unnask þau mikit“ (Gísli var ekki lengur burt frá Auði en einn vetur, ef hann kom því við). í fáum orðum: Þorgeir Ilávarsson er maður kappsfullur og vanstilltur, lítur stórt á sig, einbeittur ef því er að skipta, þrjózkur. Undirhyggju verður vart síðast í sögunni, þar sem er víg Gauts Sleitusonar, eins og nánar verður að vikið. Höfundur lýsir Þorgeiri án allrar lilut- drægni, því sagan er skrifuð á því skeiði, þegar sögualdarmenn eru sýndir með kost- um þeirra og göllum. Hvergi rís það óhlut- dræga raunsæi hærra en í Agli Skalla- grímssyni, víkingnum og ruddanum, sem varð fyrstur manna á Islandi til að yrkja um viðkvæma innri reynslu. Þorgeir er reyndar ekki líkur Agli, því hann er aðeins spunninn úr einum þræði, en Egill úr mörgum. Þorgeir er lítil grein af Agli — vígamennskan. 4 Ég hef hér að framan gert grein fyrir þremur af þeim atriðum, sem styðjast verð- ur við, sé reynt að draga upp alhliða mynd af Þorgeiri, þ. e. atgervis- og skapgerðar- lýsingum og tilsvörum. Eftir er að líta á 31

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.