Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR kynna, að dirfskan var ekki aðalsmerki Þor- geirs. Sé ekki svo, er ófyrirgefanlegt, að láta hann verða fyrri til að bera upp tilmælin á eftir öllu því, sem á undan er gengið í sög- unni, því viðbrögð hans verða ekki skýrð iiðruvísi en hann hafi kennt geigs, er hann sá svo mikið lið og vissi Þórarin ofsa, frænda Gauts, annan fyrirliða þess, en ekki, að honum þætti ókristilegt þó til stórorustu kæmi, því þeim kvað hann hafa vanizt í út- hindum, ef dæma má af sögunni, bls. 191: — „ok varð Þorgeirr mjök frægr af sínunt hernaði, því at hann var æ því vaskari sem meiri raun var at.“ — Hefði höfundur viljað leggja höfuðáherzlu á dirfskti Þorgeirs átti ltann að láta honum hvergi bregða, heldur bíða þess, sem koma kynni, án þess hann slægi nokkurn varnagla. Þannig fer höfund- ur Hrafnkötlu að, þegar hann lýsir því, hvar þeir Hrafnkell og ltans menn koma ríðandi, en Eyvindur lætur sem ekkert sé, enda þótt strákurinn livetji hann til þess að ríða úr hættu. Eyvindi finnst lítilmannlegt að slá þann varnagla: „myndi þat ntörgum manni hlægilegt þykja ef ek renn að ölltt óreyndu." Og hvað segir ekki Nordal um þetta í ís- lenzkri menningu, bls. 182: „Hetjan varð að taka hverju, sem að höndum bar, með óbif- anlegum kjarki.“ Ekki er loku fyrir það skotið, að verja megi þetta undarlega tiltæki „ójafnaðar- mannsins" — en höfundur þreytist ekki á að brýna þá hlið Þorgeirs fyrir lesendum í upphafi — með tilliti til kappsemi hans. Ef kappsamtir maðtir vill reyna sig við annan, verður það að gerast á jöfnum grundvelli. Strax og bregður út af því, sýnir sá, sem hetri aðstöðu hefur, síður en svo hreysti. Svo er oft um Þorgeir í sögunni. Hefði höf- undur viljað beina athygli manna að hreysti Þorgeirs sérstaklega, hefði hann án efa hag- að því þannig til, að hann ætti sem oftast við verri aðstöðu að glíma, en bæri þó sigur af hólmi. Lýsingin á falli Þorgeirs er fremttr ýkju- kennd og lítið á henni að græða. Skortir ltana raunsæi það, sem auðkennir margar hinar fyrri frásagnir. Hún er laus við þann íslenzka blæ, sem yfir þeim hvilir, er hálf- gerður lygisögukeimur að henni. Stendur þar, að Þorgeir dræpi í þeirri viðureign þrettán menn áður en hann féll, en hér mun vera um misskilning að ræða, því í iokaer- indi erfidrápunnar stendur, að Þorgeir ylli dauða þrettán seggja áður félli, og er þar átt við alla, sem hann náði að höggva ttm dagana að viti Þormóðar. Tveir eru nefndir á nafn í drápunni, sem hann hjó í bardagan- um; er alls óvíst, að þeir hafi verið fleiri. Þórarinn er látinn höggva höfuðið af Þor- geiri dauðum, og bendir það ótvírætt til suðrænna áhrifa í lýsingunni, því að það al- hæfi mun ekki vera af íslenzktim uppruna, þó sumstaðar komi fyrir í sögum. Það er stundum, að raunsæi sagnanna gttfar upp, þegar ekki verður lengur hjá því komizt, að hetjan falli. Er þá oft gripið til þess ráðs að senda mikinn fjölda manns gegn henni, bæði til að gera fall hennar skiljanlegra og til þess hún hafi dálitlu úr að moða í bardaganum. Einnig er algengt, að eitthvað verði að vopnuni hetjunnar; sverð, sem lengi hefur verið tryggur förti- nautur, er ekki tiltækilegt og verður hún því að notast við garm, eða vopnið blátt áfram bilar. Ég hef nú rakið vígaferli Þorgeirs í sem fæstum orðum. Finnst mér ærið djúp stað- fest milli þess, sem þar birtist, og orða klausuhöfundar á bls. 122: „Almáttigr er sá sem svá snart hjarta ok óhrætt gaf í hrjóst Þorgeiri,“ o. s. frv. Aðeins eitt víg- anna er blóðhefnd og því réttlætanlegt. Hin víg Þorgeirs eru að meira eða minna leyti vanstillingu hans að kenna, duttlungum í skapi. Undir býr enginn harmsögulegur þungi eins og þegar Bolli vegur Kjartan eða 36

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.