Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 49
ÞORGEIR IÍÁVARSSON óhœgendi.“ Bls. 151: — „en Þorgeirr hafð- isk við á Ströndum um sumarit ok var mörg- um manni andvaragestr." A bls. 193 lætur höfundur Illuga, frænda Þorgeirs, segja við hann: „Oráðligt þykki mér, at þú farir til Islands; áttu þangat fás góðs at vitja.“ Víðar en í Fóstbræðra sögu kveður við sama tón, þ. e. að yfirgangsmenn séu hinir verstu gikkir í veiðistöðinni. Glöggt er þetta í Vopnfirðinga sögu. Þar er sagt frá Brodd- helga. Við heyrum fólkið sjálft segja álit sitt á mönnum eins og honum. Þetta segir talsmaður sveitarmanna við goða sinn, Geiti: „Hversu lengi skal svá mega fara,“ segir hann, „til þess er yfir lýkr með öllu um ágang Broddhelga." — Síðan hvetur hann goðann móti Broddhelga, bregður hon- um um sinnuleysi; láti hann ekki til skarar skríða, þá er ekki nema um eitt að ræða: „ella munum vér selja bústaði vára og ráð- ask í burtu, sumir af landi, en sumir af hér- aði.“ Hér er hvergi vottur hetjudýrkunar í munni alþýðu. En Þorgeir, sem stundað liafði svipaða atvinnu og Broddhelgi, er krýndur geislabaugi af klausuhöfundi bls. 133: „Ok af því at allir góðir hlutir eru af guði görvir, þá er öruggleikr af guði görr ok gefinn í brjóst hvötum drengjum, ok jmr með sjáljrœði at haja til'þess, er þeir vilja, góðs eða ills, því at Kristr hefir kristna menn sonu sína gört, en eigi þræla, en þat mun hann hverjum gjalda, sem til vinnr.“ Þar með er Þorgeir hættur að vera sögu- aldarmaður og orðinn bókmenntafyrir- brigði, hetja, sem ekki þarf að spyrja neinn um neitt, óskhyggja. Og þetta er Þorgeir klausuhöfundar. Siðfræði hans er tilbúning- ur seinni tíma manns. Bezt sést þetta, ef lit- ið er á eftirfarandi stað í Grágás. Hvar felst þar heimild fyrir því, að hraustir menn megi ganga um drepandi að vild sinni, enginn fetti fingur út í það, því öruggleikurinn sé frá guði, og þar með sjálfræði að hafa til þess er þeir vilja, góðs eða ills? — (Víg- slóði, kafli VIII, um heimfarar til áverka): „Hvar þess er menn fara með þann hug (heiman) at vilia á mönnum vinna, ok varð- ar skóggang ef fram kömr (en fjörbaugs- garð ella).“ Hér sést, að fornmenn hafa ekki fegrað fyrir sér vígaferlin, þau voru meinsemd í þjóðfélaginu, sem rekja mátti til þess ljóðs á ráði þjóðveldisins, að ekki var til fram- kvæmdarvald, svo hver og einn bóndi varð að verjast ágangi á landareign sinni og móðgunum með eigin vopni. Ut af þesskon- ar árekstrum spunnust vígaferli, en bezt þótti að geta sætt aðila, áður en til blóðs- úthellinga kom. Það var sjálfsögð skylda hvers og eins að gæta sóma síns og réttar, „en bezt var að geta gætt hans ófriðarlaust“ (Nordal, ísl. menn. bls. 193). Það er hæpið að ætla, að Þorgeir sé að þessu tvennu, þegar hann vegur flest sín tilefnislítlu víg, eða hvað hefðu þjóðveldis- menn svona yfirleitt sagt um það? Skyldi ekki flestum hafa þótt Þorgeir neikvætt afl og ekki lofsverður og verið sama sinnis og Njáluhöfundur, en um hann segir próf. Ein- ar ÓI. Sveinsson (ísl. fornr. XII, CXLIV): „Nú getur höfundurinn ekki hugsað sér að hafna siðfræði sæmdarinnar, frekar en aðr- ir Forn-íslendingar, en hann leitar að því, sem stemmir stigu við hinum verstu afleið- ingum hennar. Hann dáir hófsemi, sáttfýsi, góðvild. Um alla söguna getur að líta til- raunir til að koma á sáttum og friði. Og nærri allar hetjur sögunnar eru þolinmóðar og seinþreyttar til vandræða." llér að framan liolur verið deilt á hina há- stemmdu hetjudýrkun klausuhöfundarins. Ég hef deilt á hana eingöngu vegna þess, að hún kemur sögunni á ringulreið. Ég hef ekki deilt á hetjudýrkun sem bókmennta- fyrirbrigði, enda hefur fátt gert íslending- 39

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.