Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Qupperneq 51

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Qupperneq 51
ÞORGEIR HAVARSSON muni fyrir bera í sögunni. Lesandinn veit Jjví æði oft, hvað gerist, en ekki, hvernig það ber að höndum. Eg mun hér á eftir fara eins að og í kafl- anum um Fóstbræðra sögu: gera grein fyrir tilsvörum og viðbrögðum persónanna, einn- ig drepa á útlit hennar, þótt það skipti litlu máli í hvoru falli. II Þess ber að geta, að Laxness notfærir sér fleiri heimildir um þá fóstbræður en þær, sem mynda þráðinn í sögunni, sem við þá er kennd. Hann segir þetta á bls. 7—8 í Gerplu: „Höfu vér því í einn stað saman færðar frásagnir margra bóka um afrek þeirra, og er oss skylt að geta þeirrar fyrstr- ar er nefnd hefur verið Fóstbræðra saga hin mikla; síðan þátta mjög fróðlegra er lesnir verða á íslenskum skinnbókum þeim er öld- um saman hafa fólgnar verið í bókaskemm- um erlendis," o. s. frv. I 54 köflum Gerplu kemur Þorgeir fram á sjónarsviðið í 17, en auk þess birtist höf- uð hans allt í einu „upp fest á staung" „þrútið og eigi allfrítt" í túnhliði í Ogri. Frá því segir í 36. kafla. A fimm stöðum í sögunni er vikið að út- liti Þorgeirs. f fyrsta lagi er mönnum á fs- landi til forna lýst almennt, og verður vita- skuld að gera ráð fyrir því, að Þorgeir gangi að meira eða minna leyti upp í þann sam- nefnara; bls. 53: „I þann tíð vóru flestir karlmenn á íslandi lágir vexti og bjúgfætt- ir, beinaberir og liðasollnir, knýttir og kreptir af kveisu, bláir í litarafti og skorpn- ir, var og land óblítt,“ o. frv. Á bls. 112 kemur lýsing á Þorgeiri sérstaklega: „Þor- geir Hávarsson var maður eigi hár til knés og nokkuð kríngilfættur, svo sem flestir samlandar hans, bláeygur, roðamikill á hör- und, skolhár, tenn sléttar og vaxnar mjög á ofan tannholdi rauðu, og dró niður munn- vikin við mönnum og þrumdi gneypur á gamanþíngum, en brosti því aðeins að hon- um væri víg í hug ellegar nokkurt annað stórvirki." — Á bls. 198: „Þessi maður var dreingilegur ásýndum og grimmlegur í bragði." — Bls. 68: „— en Þorgeir svo sterkur að hann keyrði nálega hvern mann niður, og svo harðleikinn að menn fellu oft í aungvit undan snoppúngum hans.“ Bls. 71: „Ruddust þeir nú um fast á ísinum, lágu þar sumir menn í aungviti fyrir Þorgeiri." Það leynir sér ekki, að hér kveður við al- veg nýjan tón í lýsingu á sögualdarmanni, þægilega nýstárlegum og skýrum, en ef til vill dálítið öfgafullum. Samt á lýsingin rétt á sér, því nauðsynlegt er að hafa sjónglerið sterkt, þegar það er borið að fornmönnum, sem nú skal endurskoða. Það er markmið höfundar að galopna haldin augu okkar, rífa með einu snöggu handtaki burt þjóð- sagna- og riddarasögu-hjúpinn, sem hvílir yfir mannlýsingum 13. aldar, mörgum hverj- um. Hinar nýju mannlýsingar sínar byggir Laxness á rannsóknum fornleifafræðinga. Hann segir í grein sinni um útilegumenn (Tímarit Máls og menningar, 1949, bls. 112): „Nýlegar rannsóknir á beinagrindum frá fyrstu öldum íslandsbyggðar hafa sýnt, að nauðsyn ber til að endurskoða ýmsar hugmyndir, sprottnar af gagnrýnislausum lietjusagnalestri, um að „fornmenn“ hafi verið bæði stórir og sterkir. Þessar rann- sóknir virðast benda til að fornmenn hafi verið mun smærri og veilli líkamlega en ís- lendingar nútímans og er það reyndar síst að undra, ef horin eru saman lífskjör þeirra og vor.“ En hann segir ennfremur, og það skiptir mestu máli (Sama, bls. 112): „Þolið og seiglan verður að vísu ekki lesið af beina- grindunum fornu, fremur smáum, ekki sér- lega vel vöxnum og iðulega merktum af sjúkdómum." — Og svo ég láti Laxness 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.