Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 54
TIMARIT MALS OG MENNINGAR ekki annað vopna uppifast þá er hann kom úr hernaði en kylfa ein“. Harmsögu Þorgeirs má alla rekja til upp- eldisins. Hann flyzt þegar í æsku inn í heim skáldskapar og ýkjusagna, sjálfur veruleik- inn þokar fyrir honum. Það kemur þó brátt í ljós, að ekki er í rauninni líft í þessum heimi, og verður það rakið hér næst á eftir, sífelldir árekstrar verða milli þess, sem liann vill framkvæma, og raunveruleikans. En hann hvikar samt aldrei frá settu marki, og þess vegna verður persónan manni á vissan hátt hugnæm, þegar á söguna líður. En einmitt vegna sjálfsþóttans og virðingar- innar fyrir settu marki, sem Þorgeiri er í brjóst lagin, verður ferill hans allur harm- sögulegur og örlög hans þau, að troðast hægt og hægt undir. Skáldið dæmir lífs- skoðun hans feiga, fjandsamlega lífinu, enda þótt maðurinn sé innbyrðis sjálfum sér samkvæmur og trúr hugsjón sinni. I rás sögunnar eru okkur sýnd viðskipti Þorgeirs við umheiminn. Tæknilega er þetta gert á hinn fullkomna epíska hátt: Þorgeir er sífellt óumbreytanlegur, og þessi óum- breytanleiki er settur á svið við nýjar og nýjar aðstæður (epísóður). Skáldið er ekki að sýna nýjar hliðar á Þorgeiri, þó hann breyti um svið, heldur hinn óhagganlega persónuleika, sömu frægðarlöngun, frá mis- munandi sjónarhornum. Aristóteles segir þetta höfuðeinkenni hinna epísku verka, sögu Odysseifs megi t. d. þjappa saman í nokkur orð: hún er um mann sem ber óslökkvandi heimþrá í brjósti og kemst loks til ættarlands síns. Þetta stef er eitt og óhagganlegt, því er aðeins fléltað inn í nýjar sögulegar aðstæður. Þannig er saga Gerplu-Þorgeirs byggð. Hvar sem hann er staddur og hvernig svo sem ástatt er fyrir honum, er hann alltaf að segja það sama, bara með nýju orðalagi, og allt, sem honum um munn fer, eru tilbrigði við kenningu móður hans. Klausan, sem hér var tilfærð að framan, er samnefnari alls þess, sem Þorgeir lætur fram á sínar varir um dagana, allt er útlegging þeirrar biblíu. Ég ætla nú að rekja nokkuð feril Þorgeirs og tilsvör. Að því loknu reyni ég að lesa í þann boðskap, sem höfundur hyggst flytja okkur með persónunni. IV Þorgeir dreymir um að verða frægur. Móðir hans kennir honum, að vopnið og dauðinn séu þess ein megnug að gera mann frægan, og þá ekki sízt dauðastundin, hún fellir raunar hinzta dóm. Vopnið og dauðinn eru hinn eini farvegur alls manngildis, sá drengskapur, sem ekki er tjáður með vopni eða frammi fyrir dauðanum. er ekki til. Lífið er ekki takmark í sjálfu sér, heldur aðeins tæki til að verða frægur. Með þessa lífsskoðun upp á vasann held- ur Þorgeir út í heiminn. En ekki Jíður á löngu, þar til veruleikinn, hið margbreyti- lega, iðandi líf, fer að ybbast upp á hann. Ekki fer hjá því, að lífsskoðun hans, hin þráðbeina lína, verði fyrir skakkaföllum, rekist á hér og hvar. Stundum er lesandinn öldungis forviða, að þessi absólúta bygging skuli ekki hrynja til grunna, því svo ófrant- kvæmanleg sýnist hugsjónin vera oft á tíð- um. Og raunar gerir hún það: Þegar Þor- geir og hans menn komast nær dauða en lífi á land í Hrafnsfirði (bls. 101) „væstir eftir sjóferðina og klæði þeirra einn klaka- stokkur", er Þorgeir sendur að vekja upp fólk á bæ einum. Þá er spurt þar inni; bls. 102: „Hvers beiðist þér af oss.“ — Þorgeir svarar: „Einskis beiðumst vér af neinum manni, mælti Þorgeir. En mat vilju vér liafa að eta og eld að fnða klœði vor og svefn að sofa. Og ef þér viljið eigi af hendi reiða, ])á látið út mann til vor einn eða fleiri úr húsi yðru, þá er nokkurs sé verðir, að berjast við oss.“ 44

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.