Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 56
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR geirs, sem öll eru runnin undan rifjum þeirrar siðfræði, sem móðir hans kenndi honum í bemsku. Einn snilldarlegasti kafli bókarinnar er sá, þar sem þeir fóstbræður ræða við Jörund prest heima á Reykjahólum. Þar bregður hvert og eitt tilsvar eða fyrirspum þeirra fóstbræðra Ijósi á það menningarandrúms- loft, sem þeir hrærðust í og ekki verður hvað sízt glöggt vegna þeirra andstæðna, sem þar eigast við: kristni og heiðni. Talið berst að Kristi og krossfestingunni. Þorgeir, hls. 62: „Það höfu vér heyrt sagt að Kristur sé ragur maður í orustu.“ Bls. 63: „Lítil frægð er að deya og hafa ekki mann fyrir sér áður, eða hverja orustu háði hann svo að hann segði sjálfur tíðendi? spurðu þeir.“ Bls. 63: „Þorgeir spurði: „Hversu fór hann við óvini sína þá er hann stökk niður úr gálganum.“ Þegar prestur fer að tala um himnaríki, þykir Þorgeiri nóg komið af svo góðu, bls. 64: „Það hefur sagt móðir vor að þau ein sé sannyrði er studd sé sverði, og mikil- menni sá einn er stendur yfir höfuðsvörðum þess óvinar er hann hafði fengið sér, eða geri að þræli sínum ella.“ Þegar Þormóður er orðinn ástfanginn af Þórdísi í Ogri og kvartar um, að hún sé farin burt — eftir leikana á ísnum — segir Þorgeir, 73: „Blautlegur starfi hefði hinum fyrrum skáldum þótt að yrkja um geingil- beinur dætur búandkalla, en sjá eigi þær konur er glóa við himin í svanalíki." I svefnhúsi Þórdísar segir Þorgeir þetta, bls. 95: „Marga dimma nótt hef eg risið á fætur þá aðrir menn sváfu og mundað vopn- um mínum og bitið í skjaldarrendur af óstýrilegri fýst þeirrar frœgðar sem hlýst af að vega menn og ráða fyrir heiminum“ (let- urbreyting mín). Bls. 102: „Það vonar mig að seint munim vér í þann glæp rata að semja frið við menn, mælti Þorgeir. Munu vér fyrir aungum manni víkja.“ Þegar Þorgeir fréttir af Butralda og það með, að sá muni fyrir engum manni hopa, segir hann, bls. 105: „Vil eg fara að honum og drepa hann. Hef eg heitstreingt að drepa hvern þann mann er þykist jafnsnjallur mér“ (leturbreyting mín). Dag nokkurn kemur tal þeirra fóstbræðra þar niður, sem er hreysti þeirra. Lætur Þor- geir svo um mælt, að þar væri bezt að vera, sem vænlegast sé að afla sér óvina. Þormóð- ur segir þá, að Egill Skalla-Grímsson hafi dáið í eldhúsi hjá kerlingum. Þorgeir svar- ar, bls. 154: „Eingi maður er hetja sem vel er kvœntur og á jagrar dœtur (leturbreyt- ing mín), svo sem Egill átti, mælti Þorgeir. Hetja er sá er hræðist aungvan mann og eigi goð né kykvendi, og eigi fjölkyngi né tröll, og eigi sjálfan sig né örlög sín, og alla skor- ar á hólm, uns hann lýtur í gras fyrir vopni óvinar; og skáld sá einn er stærir liróður Jjvílíks manns." I þeim tilsvörum, sem hér hafa verið tek- in, fæst yfirsýn yfir speki Þorgeirs. Allt sem hann segir annað er í sama dúr. Næst er fyrir hendi að sjá, hvernig hann fylgir þess- um boðorðum. Það sést fljótt, að hugsjón Þorgeirs, frægðarlöngunin og það að ráða yfir heim- inum, er ekki blaður eitt og rétt í nösunum, það er ekki aðeins ósk, sem hann langar til að rætist, en hefur aldrei hugrekki til að reyna að hrinda í framkvæmd. Því staðfest- ist aldrei neitt djúp milli þess, sem hann vill, og hins, sem hann gerir. Af þeim sök- um fer manni að þykja ofurlítið vænt um hann, þegar frá líður, þrátt fyrir allan of- stopann, því hann er ávallt heill gagnvart sjálfum sér, hreinn og beinn, svíkur aldrei lit. Eftirfarandi tilsvör sýna, hve annt hon- um er að staðfesta, sanna hetjuskap sinn raunverulega. Honum nægir ekki að liggja 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.