Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 64
MAREK HLASKO Brúin á sléttunni Marek Hlasko er ungur pólskur rithöfundur sem vakið hefur mikla athygli með sögum sínum að undanförnu. Við unnum útiá sléttu. Það var til- breytingarsnauð slétta. Líkust söng, þar sem enginn einn tónn er öðrum sterkari. Hvorki skógi né hæðuin var þar fyrir að fara — hvertsvosem maður renndi augurn — aðeins víðáttunni með lágkúrulegum sveitaþorpum; áhrifin svipuð því, að maður horfði úteftir innanverðri hendi sér, ferlega stækkaðri. Sjón manns hvarf útí hið óendanlega; stundum var sem maður hefði alls engin augu, heldur væri blindur. Manni fannst maður vera fífl. Oðru hverju sagði Kazimierz við mig: „Ef ég væri ekki kommúnisti, myndi ég fyrirlíta og forðast þennan stað eins og dauðann. Ég kvoðna niður hér. Eg er upprunninn úr San- domierzhéraði; þar er jörðin frjó og hlý. Þegar við höfum lokið að siníða þessa fjárans brú, kem ég aldrei hingað aftur, og ég mun leggja blátt bann við því, að börnin mín stigi hingað fæti.“ Stefan steypusmiður, ungur maður frá Marymont í Varsjá, sagði: „Strax og við höfum lokið smíði þessarar djöfuls brúar, drekk ég mig fullan, og það einsog svín, þvíað yf- irleitt drekk ég alls ekki, og að svo búnu hvíli ég mig þrjá daga á lög- reglustöðinni. En fjandinn hafi það! Ef hér væri nú svo mikið sem lög- reglustöð ... í hálft ár hef ég nú bjástrað við þennan brúarskramba; ég skil ekki í öðru en ég gangi af vitinu. Allan þann tima hef ég ekki séð svo mikið sem eitt einasta tré!“ Vinnupallasmiðurinn Kaminski, maður við aldur, alvörugefinn og framúr máta trúhneigður, sagði: „Til hvers fjárans er ég hingað kominn? Hér get ég ekki framar trú- að á guð. Guði yfirsást áreiðanlega þessi blettur j arðkringlunnar, þegar hann skapaði hana. Eu alveg eins getur svosem verið. að hann hafi bannsungið hann. Ég get ekki lifað hér.“ Sjálfur reyndi ég að þegja. Um nætur reikaði ég útá víðavang og góndi á himininn; uppivfir landslaei slíku sem þessu orkaði hann ámóta 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.