Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR inn þyrlaði honum upp og þveitti honum í augu okkar. Samfestingarn- ir okkar náðu aldrei að þorna; við urðum rauðir í augum af langvar- andi hitasótt. Helmingur þaksins féll niður í einn braggann; tveir dagar fóru í að koma því nokkurnveginn í lag. A gráuin himninum glitti öðru hverju í bleikgula sól; í vatnspyttun- um, sem hvarvetna stóðu útum allt vinnusvæðið, virtist hún áþekk gul- leitum fitudropa. Við lyftum úttaug- uðum höfðum uppmót henni; og hún var óðara horfin. Kazimierz sagði: „Djöfulsins helvíti! Ef ég væri ekki í flokknum, skyldi ég hypja mig héðan, jafnvel þótt sjálft víti tæki við. Fara til bróður míns: hann cr prófastur í grennd við Malkinia. Gerast meðhjálpari hjá honum. Það er bara þetta, að ég myndi skanunast mín; það eitt heldur mér kyrrum. Eg hugsa ekki um annað en þann dag, er ég get farið burtu héðan: þá skal ég lifa lífinu svo, að frægt verði í tíu sýslum. En sannleikurinn er sá, góðir hálsar, að ég finn ég er búinn að fá brúna atarna á heilann.“ Stefan sagði: „Æ-æ-æ, verkstjóri góður! Bara sumarið komi . ..“ Hann glataði aldrei bjartsýni sinni; þessa stundina féll okkur vel við hann fyrir bragðið, hina stund- ina fyrirlitum við hann og töldum hann fífl. Eftir langan ógnþrunginn vetur, og lífisneytt þungbært vor, kom við- urstyggilegt sumar með kveljandi hila; slíkan liita, að jafnvel gamalt fólk á þessum slóðum mundi ekki annan eins. Svitinn lak manni í augu, seytlaði rakleitt undir hálsmálið og rann niðrum endilangan skrokk; nú ‘ var veturinn okkur sem þjóðsaga. Við urðum svartir; þaraðauki bruna- sárir; blöðrurnar ollu því, að við gátum ekki skipt um stellingar, þeg- ar við lágum andvaka og kveinandi um nætur. Kaminski signdi sig og mælti, sorgþrunginn: „Herra, þú hefur veitt syndaran- um hans refsing ...“ Nokkrum kvensum, sein unnu með okkur, sendum við eitrað augnaráð; ef þær hefðu ekki verið þarna, hefð- um við getað gengið naktir. I raun- inni vorum við hættir að taka eftir þeim. Verkfræðingur einn, sem kom- inn var alla leið frá höfuðborginni til að fylgjast með smíðinni, reikaði um eirðarlaus daglangt, líkastsem hann botnaði ekkert í því, hvert liann hefði lent. Loks sagði hann við mig, og bankaði vísifingri á brjóst mér: „Afsakið þótt ég spyrji; en gang- ið þér naktir heimafyrir líka?“ „Já það geri ég einmitt, herra verkfræðingur,“ svaraði ég. „Strax og ég er kominn heim mála ég mig röndóttan, með ljósgrænu, himinbláu og vínrauðu. Hér get ég það ekki: á vinnustaðnum höfum við ekki annað 56

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.