Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ur hér! Þetta er dýrðlegur dagur
fyrir alla þá, sem byggt hafa þessa
brú hér! Við sjáum andlit félaga
Kazimierz Rogalski, ritara fram-
kvæmdastjórnarinnar. Það er andlit
þess manns, sem er hreykinn og ham-
ingjusamur að loknu skyldustarfi.
Þetta er tvímælalaust hamingjurík-
asti dagurinn í lífi þessa manns.“
Þá gerðist harla óvæntur atburð-
ur. Kazimierz hljóp að þulinum,
þreif af honum hljóðnemann, hóf
tækið upp að andliti sínu afskræmdu
af reiði, og öskraði:
,,Bull og þvættingur!“
Hátíðleikinn rauk út í veður og
vind; við gengum burt og lögðum
okkur og sváfum í tvo daga. Þá var
komið með sæg vörubíla. Við hlóð-
um á þá trékistlunum okkar, tæmd-
um braggana. Kaminski steytti hnef-
ann í átt til brúarinnar (þar hafði
hann fengið gikt sína) og — síðan
lögðum við upp.
Vörubilarnir óku á brott með
sæmilegum hraða. Þetta var sá dag-
ur, sem okkur hafði dreymt; við ált-
um að fá að komast heimtil skyld-
fólks okkar. Þarna álengdar stóð
brúin — kyrr á sínum stað. Hún
sýndist æ minni: með hverjum hjól-
snúningi fjarlægðumst við hana meir
og meir. Ég var þögull. Allir voru
þöglir. Ég hafði haldið, að nú myndu
menn þó taka uppí sig, syngja og
liafa liátt. Ég hafði búizt við þrumu-
raust frá Kazimierz. Dansi frá Ste-
fan. Þakkargjörð frá Kaminski. Fró-
unarstunum. Glaðværum orðum og
gleði yfir því, að nú voru menn að
nálgast heimili sín. En þeir þögðu.
Ég leit við og sá, að allir horfðu í
átt til brúarinnar; nú var hún ekki
nema smádepill. Ég kipptist við.
„Jæjanú,“ sagði ég. „Hversvegna
segið þið ekki neitt? Þið ættuð þó
að taka lagið. Hvað gengur að ykk-
ur?“
Þeir þögðu; enginn veitti mér svo
mikið sem eftirtekt. Ég æpti:
„Segiðeitthvað! Já í djöflinum, þá
segiðeitthvað! ...“
Þeir þögðu; ég sá hvernig þeir
sperrtu sjónir allthvað þeir gátu.
„Talið þið!“ -—- öskraði ég í of-
boði.
„M ... m ...“ umlaði Stefan
steypumaður frá Marymont; band-
aði út hendi í frávísan og þagði.
Nú sást ekki brúin okkar lengur;
hún sat um kyrrt útiá sléttunni og
var horfin í þokumistur. Þá rann það
upp fyrir mér, að brúin — hún var
nú aðeins endurminning. Og þeir,
sem æltu eftir að ferðast um liana,
fram og aftur, myiulu aldrei öðlast
þá vitneskju, að hún var okkar. Við
grélum. Við grétum, Iiver og einn;
ég var þá tvítugur að aldri og grét
einnig, endaþótt mér væri ekki með
öllu Ijóst vegna hvers. Ég hafði þá
enn ekki öðlazt það, sem hefði getað
komið mér til að skilja. án alls efa,
þau tár. En nú hefur mér skilizt það,
58