Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Qupperneq 76

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Qupperneq 76
TIMARIT MALS OG MENNINGAR eftir í landinu, og hugmyndakerfi þeirra — þjóðrembingur, gyðinga- hatur, hugmyndin um að endurreisa Stór-Ungverjaland — hélt áfram að hafa sín áhrif, þó að ekki væri það boðað opinberlega. Þetta stafaði að- allega af því, að klerkastéttin, sem misst hafði hinar geysimiklu land- eignir sínar, var bandamaður þeirra um að endurreisa „gömlu stjórnina“. En ungversku þjóðinni, sem öld- um saman hafði búið við eymd og kúgun, skapaði alþýðulýðræðið möguleika á velmegun og framför- um. Þær ráðstafanir, sem gerðar voru á fyrsta skeiði alþýðulýðveldis- ins, sköpuðu nauðsynlegan grund- völl fyrir því, að hægt væri að hag- nýta þessa möguleika. Afnám aðals- skipulagsins í sveitum með uppskipt- ingu stórjarða, þjóðnýting banka og stórra verksmiðja og skipulagning framleiðslu og dreifingar eru sigrar, sem þjóð okkar vill varðveita. En valdi alþýðunnar var misbeitt og heilbrigðri þróun til sósíalisma spillt með einræðislegum aðgerðum, bæði skriffinnskulegum og ólöglegum, af hálfu þeirrar klíku, er safnazt hafði um þá Rakosí og Gerö. Sumar stjórn- arstofnanir tóku sér vald ofar lögun- um, en með því rofnaði sambandið milli laga og framkvæmda. Pólitík- inni var þröngvað að oss ofan frá, skipulagningin var óraunhæf, tók ekki tillit til möguleikanna og arftek- innar efnahagslegrar getu vorrar. Eftir fyrstu sigrana létust valdhafar landsins ekki sjá hin versnandi lífs- kjör eða minnkandi landbúnaðar- framleiðslu. Klíka Rakósís og Gerös efldi einræðisaðstöðu sína og útilok- aði hvern þann, sem bar fram gagn- rýni. Hún reyndi að ljúga til um hinn efnahagslega afturkipp með áróðri, sem enginn lagði trúnað á. Þessi pólitík og þessar skaðlegu stjórnaraðferðir hlutu að enda með árekstri við alla ungversku þjóðina. Með öðrum orðum, allir þeir, sem vildu, að sósíalisminn yrði byggður upp með heiðarlegum og lýðræðis- legum aðferðum, voru komnir í sömu sveit og þeir, sem vildu steypa stjórn- inni og endurreisa kapítalismann, eins þótt klíka Rakósís og Gerös hefði ekki spillt ríkisvaldi alþýðulýðveldis- ins. Samtímis hafa ungverskir flótta- menn á Vesturlöndum — fyrrverandi stórjarðeigendur, kapítalistar, Hortý- liðsforingjar, lögreglumenn o. fl. -—• þegið árum saman fé úr gildum sjóð- um, sem til þess voru ætlaðir að undirbúa endurreisn fyrri stjórnar með hjálp opinbers og leynilegs áróð- urs í útvarpi, blöðum og flugritum. Með aðstoð bandamanna sinna í landinu sjálfu tókst þeim að ná ár- angri, fyrst og fremst eftir að hin ranga pólitík Rakósís tók að grafa undan sósíalismanum. En aldrei var þó hægt að birta opinberlega tilgang þessarar starfsemi. því að yfirgnæf- 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.