Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 83
UMSAGNIR UM BÆKUR verið' að ná inn nokkrum taðflögum en standa í þessu begrafelsi," segir einn brúð- guinanna að veizlulokum). Gaman er að heyra um taðkarlinn í eldhúsinu á Hala, en því fyrirbæri hef ég ekki kynnzt áður. Agæt er sagan af Jarpi og þá ekki síður kaflinn um kýrnar, sem engum lesanda blandast hugur um að voru „partur af fjöl- j skyldunni, ennþá nákomnari henni and- lega og líkamlega en hestamir og kind- urnar“ („Skjalda var kollótt, með flótta- legt augnaráð og geðvonzkuleg í framan ... Hún var biluð á geðsmunum“). Og þannig mætti telja mörg fleiri dæmi um liinn sérstæða og skringilega frásagnarmáta þessa höfundar. I þessu bindi vinnst sögumanni lítið ineira en að lýsa Breiðabólstaðarbæjunum og allra næsta umhverfi þeirra, svo og fólkinu lítils háttar — að ógleymdum hús- dýrunum. Og sjálf er söguhetjan enn barn að aldri, þegar þessari bók lýkur. Að sjálfsögðu er bókin á ýmsan veg gimileg lil fróðleiks, bæði um menningarsöguleg atriði og eins um þann sérstæða persónu- leika, sem höfundurinn er og hefur verið frá blautu bamsbeini. En því er ekki að neita, að sumir kaflar bókarinnar munu ýmsum reynast nokkuð seigari undir tönn en þeir, sem nefndir voru hér að ofan. Hin sögufræga nákvæmni Þórbergs, í smáu jafnt sem stóru, lætur sig ekki án vitnis- burðar frekar en fyrri daginn. Líklega hefur hún aldrei hrósað jafn-ótvíræðum sigri eins og í þessari bók. Staðreynd er það, að lýsingin á húsaskipun á Hala hefst á blaðsíðu 66 og lýkur á blaðsíðu 173. Langur hali það. En skylt er að geta þess, að inn í þessa lýsingu er skotið f jölmörgum skemmtilegum frásögnum. Eigi að síður kærni mér ekki á óvart, þótt ýmsum þyki hér of langt gengið, lýsingar höfundarins helzti nákvæmar og langdregnar og sumir kaflar bókarinnar því meira þurrmeti í and- legum skilningi en þeir hafa átt að venjast úr þessari átt. Það er að vísu rétt, að þrátt fyrir ýmis glampandi leiftur er þessi bók ekki jafn- samfelld flugeldasýning fyndni og anda- giftar eins og til dæmis íslenzkur aðall. En er nokkur sanngirni í að krefjast þess af einum höfundi, að hann stigi aldrei nið- ur af hátindi listar sinnar? Og framar öllu megum við ekki gleyma því, að hér er að- eins um að ræða byrjun, inngang að miklu ritverki. Þetta er bara „fagurt mannlíf". Söguhetjan hefur ekki enn ratað „í sálar- háska“, því síður vistazt „hjá vondu fólki“. Þegar að þeim tíðindum dregur, er það spá mín, að þá fyrst taki skútan að skríða, svo um muni. Á. H. Halldór Stefánsson. Sextán sögur Valið hefur Ólafur Jóh. Sigurðsson. Reykjavík. Heimskringla. 1956. Ektir lestur hins ágæta formála 0. J. S. að „Sextán sögum“ Halldórs Stefáns- sonar, finnst mér naumast vinnandi vegur að auka miklu við í einni stuttri ritfregn. Óþarft er sömuleiðis að kynna Halldór fyrir lesendum Tímaritsins eða öðrum þeim, sem fyigjast með góðum bókmennt- um í landinu. Hitt er svo aftur staðreynd, að drjúgur hluti landsmanna mun enn eiga eftir að „uppgötva" þennan höfund. Má liann þar að vissu leyti sjálfum sér um kenna: hann hefur að mestu valið sér það tjáningarform, sem nú um skeið hefur ver- ið einskonar olnbogabarn með þessari þjóð: form smásögunnar. Á því sviði er hann hinsvegar meistari, og þegar honum tekst bezt munu þar fáir eða engir núlif- andi höfundar honum fremri. 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.