Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 88
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR inga sögnr frá miðri 14. öld sýna svipaðar hugmyndir, þótt list þeirra standi hins veg- ar fyrri sögum langt að baki. Árið 1262 markar engin skýr tímamót í sögu þjóðar- innar, þegar stjórnmálum sleppir. Þjóðin varð aldrei sigruð á sama hátt og Irar urðu sigraðir af Englendingum, svo að al- þekkt dæmi sé nefnt. ísland var að vísu skattland í þeim skilningi, að konungur Noregs heimti tekjur af þjóðinni og skip- aði hingað embættismenn, en fram yfir það hafði hin erlenda þjóð furðu lítil áhrif á íslendinga. íslenzk höfðingjastétt fram að Svarta- dauða virðist yfirleitt hafa verið vel mennt- uð á þjóðlega vísu, og henni eigum við mikið að þakka, hve órofa samhengið hélzt við fortíðina. Meginið af íslenzkum fornbókmenntum er ekki einungis skapað af höfðingjum eða undir verndarvæng þeirra, heldur voru það höfðingjar, sem áttu einnig drýgstan þátt í varðveizlu þeirra. Og þáttur klerka í íslenzkum bók- menntum á þessu tímabili er engu minni né verri fyrir það, að þeir stunduðu h'ka á að kynna Islendingum erlendar, kristilegar bókmenntir. En erlend tízka varð hér ekki alráða yfir hugum manna, eins og gerðist í Noregi. Að vísu kynntumst við norskum þýðingum riddarasagna og öðrum suðræn- um bókmenntum, en þjóðlegar bókmennt- ir héldu þó áfram að njóta mikillar virð- ingar. íslenzku höfðingjarnir, sem þjónuðu liinu erlenda valdi, voru tvískiptir í við- horfi sínu: þeir studdu erlenda stjórnskip- un, á sama tíma sem þeir voru að ávaxta og varðveita íslenzkar menningarerfðir. I þessu sambandi nægir að minna á bók- menntastörf þeirra Sturlu Þórðarsonar og Ilauks Erlendssonar. Eins og eðlilegt er, fjallar verulegur hluti af hinu nýja riti Bjarnar Þorsteins- sonar, íslenzka skattlandið, um átök ís- lendinga við kirkjur og konungsvald. Ritið er ]iví fyrst og fremst stjórnmálasaga þessa tímabils. En afstaða hans til stjórnmála- þróunarinnar ber þess nokkur merki, að liann er um of háður skoðunum erlendra sagnfræðinga. ísland á 13. og 14. öld er svo sérstætt, að ekki verður beitt sömu að- ferðum við að rita sögu þess á þessu tíma- bili og sjálfsagt er við sögu annarra þjóða. Höfnndur leggur óþarflega mikla áherzlu á viðburði á Norðurlönduin, og því hefur margt flotið með, sem í ranninni kemur ís- lendingum lítið við. En í heild er þetta svipmikið rit, þótt höfundtir hafi ekki gert það jafnágætlega úr garði og íslenzka ]>jó8veldið, sem birtist fyrir röskum þrem áinm frá liendi hans. En tímabilið frá 1262 til 1400 er miklu verr kannað en hið fyrra, og verður höfundur því ekki sakaður um. Mikill kostur er það á ritinu, að höf- undur hefur víða fellt inn orðrétta kafla úr samtíma heimildum. En að skaðlausu liefði hann mátt birta fullkominn lista yfir útgáfur þeirra. Hagsaga Islendinga hefur af skiljanlegum ástæðum orðið útundan, þótt nokk'uð sé ritað um verzlun. Af menn- ingarsögulegum viðfangsefnum eru bók- menntir og húsakynni og klæðaburður tek- in til meðferðar, en varla þó nógu ræki- lega. Það er að vísu skemmtilegt að lesa lýsingu Kristjáns Eldjáms á bænum að Fornu-Lá, en þó er vafasamt að taka svo einangrað dæmi, enda er ekki víst um tímasetning þessara rústa. Björn Þorsteinsson skrifar rösklega og af mikilli einurð, og hann fer vel og skipu- lega með það hráefni, sem hann hefur val- ið sér til meðferðar. Eins og hann viður- kennir í eftirmála að bókinni, þá er þetta fyrsta ritið um sögu íslendinga á 14. öld, og er það naumast vanzalaust, að við höf- um ekki eignazt fyrr sérstakt rit um þetta merkilega tímabil. Bók Bjarnar bætir því úr brýnni þörf. Mál og menning hefur unnið hið þarfasta verk með útgáfum sín- 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.