Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 90
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Nagasaki, spreytt sig á forrai sonnettunnar eða hugarflugið látið ráða ferðinni. Þrátt fyrir þann breytileik ber bókin sérstakan sterkan persónuleik. D. V. Ordforrádet i de eldste norske höndskrifter til ca. 1250 Utgitt av Gammelnorsk ordboksverk ved Anne Holtsmark pá grunnlag av materiale samlet av Hilding Ce- lander, H. B. Goodwin og Johan Götlind. Det Norske Videnskaps-Akademi i Oslo, 1955. etta er fullkomin orðabók yfir eina tylft fornnorskra handrita og nokkur norsk fornbréf frá um 1100 fram um miðja 13. öld, ætluð vísindamönnum, og er það slíkum mönnum mikið hagræði að hafa saman komið á einn stað slíkt fullkomið safn allra orða sem koma fyrir í ákveðnum handritum, með öllum mismunandi rithátt- um þeirra. En útgáfa þessi mun hugsuð sem bráðabirgðaúrlausn, unz útgáfa hefst á fullkomnari (réttnefndri) fomnorskri orðabók sem verið er að vinna að nú í Ósló. Þegar viðaukabindið við orðabók Fritzners kemur, verður þar að finna fjölda orða úr fomum norrænum ritum sem ekki hafa komizt í orðabækur fyrri. Ásamt orðabók Fritzners sjálfri og orða- safni Ludvig Larssons (Ordförrádet i de aldsta islandska h&ndskriftema, Lund 1891) verður þá komið allrækilegt orða- safn úr fornum norrænum ritum. — For- saga þessa orðasafns þeirra Norðmannanna er dálítið skrýtin. Byrjað var á verkinu 1907, en árangurinn sést nú fyrst eftir nær hálfa öld, því að það lá niðri um áratugi. Þá sögu rekur útgefandinn, Anne Holts- mark, í formála ritsins, en hún er að góðu kunn meðal fræðimanna á norræn fræði; hefur meðal annars skrifað rækilega um hina svokölluðu fyrstu málfræðiritgerS í einu handriti Snorra-Eddu. En sú ritgerð er lýsing á framburði íslenzkrar tungu um miðja tólftu öld, afburða snjöll á sínum tíma. — Nokkrir misræmisgallar munu vera á þessari orðabók, svo sem von er; margir hafa um vélt, en almennt munu þeir ekki koma að sök, nema þá helzt sá að ekki verður treyst millitilvísunum sam- setningarliða; þær vantar víða. Þó mun þetta reynast næsta nauðsynleg bók öllum sem fást við rannsóknir á íslenzku máli. Arni BöSvarsson. Vilhjálmur jrá Skáholti: BlóS og vín NÝ ljóðabók eftir Vilhjálm frá Skáholti vekur alltaf forvitni mína, og ég hef ekki enn orðið fyrir vonbrigðum af þessu gáfaða skáldi sem af djúpri íhygli yrkir um mannlegar ástríður, mannleger vonir og veikleika og týnir aldrei sjálfum sér í voli eða bölsýni en heldur sínum hlut með full- kominni karlmennsku og hvetur aðra til þess: Sæktu þín gull, þótt allir árar heims í eldi og blóði komi þér í móti og kvöl og pínu hels og vítis hóti. Þannig skorar hann á þjóð sína að halda vöku sinni yfir tungu og landi. Og það þó liann kenni þar menn sem „gullið rautt ... rænir hjarta ...“ og aðra sem eru „sem skelfdur fangi á flótta“. I safni þessu eru 35 Ijóð og yrkisefnin fjölbreytileg. Þau eiga það sammerkt, þó misjöfn kunni að vera, að þau eru öll fáguð og vel ort. Væri fróðlegt að gera þeim betri skil en hér er gert, en þetta verður að nægja sem örlítil ábending á þessa hugstæðu bók. Hd. St. 30

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.