Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
svo annt uin vizkuna að liann fórni
fyrir hana öllu öðru? Hver leggur úl
á hin víðu djúp lil að kafa eftir sann-
leikanum. Hvar er sú dirfska í liugs-
un, sá eldlegur guðmóður, sú hug-
sjónaást sem einkennir hvert þjóðfé-
Iag í vexti, hvert þjóðfélag sem vinn-
ur dáðir og afrek? Verðum við að
játa fyrir Þórbergi sjötugum að hann
sé yngstur íslendinga, eigi víðastar
hugsýnir, sé heitastur fyrir hugsjón-
um vorrar aldar? Eitt sinn skírskot-
aði Einar Benediktsson til Egils
Skallagrímssonar með þessum orð-
um: 0, gæti hann kveðið upp, blað
fyrir blað, vora bragðlausu máttvana
söngva. Og hversu meiri ástæða væri
1,1 þessa hróps í dag. Það hlaðast ísa-
lög nú með hverjum vetri vfir ís-
lenzka hugdirfð og íslenzkar bók-
menntir. Ég kem með þetta sem á-
minningu á sjötugs afmæli Þórbergs
því að fordæmi hans er ströng krafa.
Hver tekur upp merki Þórbergs?
Hver slítur af oss hlekki sjálfbyrg-
ingsskapar og lágkúru og opnar að
nýju hliðin út í þá heiðu veröld þeirr-
ar draumsýnar sem framtíðin gerir
að veruleik? Megum við biðja um
nýja rómantik, nýja eldvígslu hugans.
Þórbergur hefur endurfæðzt sjö sinn-
um eða oftar. Megum við í afmælis-
gjöf til hans biðja um endurfæðingu
þjóðarinnar.
8