Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 21
THOR VILHJ ALMSSON
Þátturinn af unga manninum í rúminu
og gamla manninum sem gekk við tvo stafi
ÆVINTÝRI
LTngi maðurinn lá í rúminu sínu;
' hann var fölur af því að sofa á
daginn. Hann var með hvíta nátthúfu
sem einhver forfeðra hans hafði léð
honum.
Svo kallaði hann: Þjónn, þjónn.
Þá kom garnli maðurinn inn. Hann
gekk við tvo stafi, svo gamall var
hann að hann staulaðist með erfiði
og stunum.
Gjörið svo vel að hafa með yður
blað og blýant, sagði ungi maðurinn
og benti með fíngerðri hendi sinni að
gamla manninum.
Blað og- blýant, endurtók hann
hærra því hann vissi að gamli maður-
inn var farinn að heyra illa.
A, sagði gamli maðurinn með
norðlenzkum framburði æsku sinnar.
Ungi maðurinn las honum svo fyr-
ir: I brjósti voru býr þrá til fagurra
hluta púnktur.
Fyrirsögn: Sagan af litlu hvítu
músinni.
Það var einu sinni ofurlítil mús.
Hún var hvít að lit. Hún var mjög
lítil.
Og gamli maðurinn skrifaði ekki
neitt því hann heyrði ekki.
Þér heyrið kannski ekki vel til mín,
sagði ungi maðurinn þegar honum
varð það ljóst: ég hef nefnilega ekki
sterka rödd. En úr þessu má þó bæta.
Hann rétti gamla manninum skraut-
legt heyrnarhorn sem einn af forfeðr-
unum hans hafði einmitt líka átt og
notað á manntalsþingum en var ann-
ars fremur einrænn maður og bók-
hneigður.
Og gamli maðurinn skrifaði þá:
Hún var mjög lítil. Litla hvíta músin
var í smáum glerkassa. Hún reis á
afturfætur og bankaði á glerið með
litlu klónum sínum: Má ég koma inn,
spurði hún sinni óframfærnu kabín-
ettröddu: Má ég koma inn?
Hún hélt þá sumsé að hún væri úti.
En vissi ekki að hún var inni. Hún
hélt hún væri úti í náttúrunni.
Úti í grimmu ríki náttúrunnar.
11