Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 21
THOR VILHJ ALMSSON Þátturinn af unga manninum í rúminu og gamla manninum sem gekk við tvo stafi ÆVINTÝRI LTngi maðurinn lá í rúminu sínu; ' hann var fölur af því að sofa á daginn. Hann var með hvíta nátthúfu sem einhver forfeðra hans hafði léð honum. Svo kallaði hann: Þjónn, þjónn. Þá kom garnli maðurinn inn. Hann gekk við tvo stafi, svo gamall var hann að hann staulaðist með erfiði og stunum. Gjörið svo vel að hafa með yður blað og blýant, sagði ungi maðurinn og benti með fíngerðri hendi sinni að gamla manninum. Blað og- blýant, endurtók hann hærra því hann vissi að gamli maður- inn var farinn að heyra illa. A, sagði gamli maðurinn með norðlenzkum framburði æsku sinnar. Ungi maðurinn las honum svo fyr- ir: I brjósti voru býr þrá til fagurra hluta púnktur. Fyrirsögn: Sagan af litlu hvítu músinni. Það var einu sinni ofurlítil mús. Hún var hvít að lit. Hún var mjög lítil. Og gamli maðurinn skrifaði ekki neitt því hann heyrði ekki. Þér heyrið kannski ekki vel til mín, sagði ungi maðurinn þegar honum varð það ljóst: ég hef nefnilega ekki sterka rödd. En úr þessu má þó bæta. Hann rétti gamla manninum skraut- legt heyrnarhorn sem einn af forfeðr- unum hans hafði einmitt líka átt og notað á manntalsþingum en var ann- ars fremur einrænn maður og bók- hneigður. Og gamli maðurinn skrifaði þá: Hún var mjög lítil. Litla hvíta músin var í smáum glerkassa. Hún reis á afturfætur og bankaði á glerið með litlu klónum sínum: Má ég koma inn, spurði hún sinni óframfærnu kabín- ettröddu: Má ég koma inn? Hún hélt þá sumsé að hún væri úti. En vissi ekki að hún var inni. Hún hélt hún væri úti í náttúrunni. Úti í grimmu ríki náttúrunnar. 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.