Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Og þegar komiS var kvölrl reis ungi maðurinn frá svæflinum, tók af sér húfuna hvítu sem var með fínni knýttri slaufu. Við skulum hætta hérna, góði minn, sagði hann. Hann sagði: Þetta dugir ekki leng- ur. Ég má ekki vera að þessu gaufi lengur. Hann átti nefnilega að fara í veizlu um kvöldið. En ])á var bókin einmitt búin. Hann sagði gamla manninum að fara nú að taka þetta saman og átti við blöðin sem voru á dreif um allt herbergið, eins og fiður af hönum sem hafa barizt til úrslita. Síðan færði hann sig í viðhafnar- klæði sín sem gamli maðurinn hafði þegar tekið út úr skápum og skúffum, burstað og lagt þau yfir stólbak í stof- unni næst svefnherberginu og bux- urnar á dívaninn hjá gömlu mexí- könsku ullarteppi, marglitu. Á meðan skreið gamli maðurinn um herbergið víðsvegar og tíndi sam- an blöðin sem voru þéttskrifuð, og hann gat ekki notað stafina sína tvo þegar hann skreið á því ferðalagi. Hann varð að ganga til á olnbogun- um, mjaka sér þannig áfram, klemma blöðin sem hann fann milli höku og bringu. Að því var bann þar til ungi mað- urinn kallaði á hann. Hann sat nú á stól með svo háu baki að svarta hárið hans sást ekki birtast gljáandi eins og svell upp fyrir auðan mel. Ungi mað- urinn kallaði þá: Komdu hérna gamli minn, — með elskulega mjórri og fín- músíkalskri rödd sinni. Hvað vildi hann þá? Jú hann þurfti að láta gamla mann- inn færa mansjettuhnappana í gegn- um línslögin á skyrtunni. Þetta voru mjög fínir hnappar sem hann hafði erft frá einum forfeðra sinna, ítölskum aðalsmanni. Þeir voru svo fínir að hann varð alltaf að gæta þess að hafa hendurnar á lofli svo hann spillti þeim ekki. Þess vegna var hann stundum mjög þreytt- ur á daginn þegar hann kom heim í björtu úr veizlunum. Þegar ungi maðurinn var farinn úl í veizluna góðu lagði gamli maður- inn af stað með handritið til að koma því í verð, — þeir voru orðnir svo anzi skuldugir. Hann vafði stóra þykka treflinum sínum utan um sig, krosslagði hann á bringunni og batt hnút á bakið. Og fór af stað með rauðbláar hendurnar á stöfum sín- um tveim sem hann gekk við, nú var frost en þetta var einn af hinum klassísku forfeðrum okkar í landinu sem hafa verið innkulsa í þúsund ár, sjósóknarar og heiðakotsbændur, mann fram af manni. En þetta var að vísu bara gamall þjónn. Þegar hann var ungur maður liafði hann líka ver- ið til sjós eins og aðrir réttskapaðir menn í þessu landi til líkama og sálar. Nú var hann orðinn mjög gamall, þess vegna var hann lengi að komast 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.