Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR nú mundu nokkrir símamenn vera að leggja í hann til að gera við línu sem hafði bilað sumarið áður. Þá var komið aftakaveður og til frekari ör- yggis fóru þeir á tveim bílum. Féllust þeir góðfúslega á það að flytja vindil- inn á bílum sínum og vegna mikillar snjókomu var fengið kaffisölutjald kvenfélags nokkurs og breitt yfir. Nú stóð ekki á fólki að hjálpa vegna þess að senn tók að líða að jólum. Það var ekki talin hætta á að flutningurinn rækist upp undir neinsstaðar á leið- inni nema kannski iljar postulanna Jjví veðrið var orðið svo slæmt að nú höfðu allar símalínur slitnað á þess- ari leið. Þegar þeir komu á bæinn þar sem bróðirinn bjó undir fjallshlíð í fag- urri sveit, og kvöldið var aftur kyrrt og tungl skein fölt á hjarnið þegar þeir komu í • hlaðið. Skuggarnir af gaddavírsgirðingunum voru við- kvæmir ofan á snjónum eins og fiðlu- strengir, þá komu börnin hlaupandi út á náttfötunum og hlupu til gamla mannsins sem kom úr höfuðstaðnum og kysstu hann svo að þau urðu renn- blaut af skegginu hans. Þau báðu hann að segja sér sögu. Mikið voru börnin glöð. Þau voru svo glöð að stundum þegar gamli maðurinn vaknaði um nætur og varð andvaka, og bjarmann lagði fölan inn um fjórar rúður gluggans þar sem krossinn stóð svartur í því himneska ljósi, þá hugsaði hann um það, og grét í myrkrinu án þess nokkur vissi. En þegar ungi maðurinn kom loks- ins aftur heim úr samkvæmislífinu og veizlunum sem höfðu verið fram- lengdar þegar fréttist um útgáfu bók- arinnar, þá greip hann í tómt því nú var gamli maðurinn farinn. Hver átti nú að búa um rúmið lians? Hann var líka búinn að brjóta annan mansjettuhnappinn sinn: hver átti þá að telja kjark í hann? Hugga hann í sorgum lífsins, og skrifa fyrir hann þegar hann vaknaði með sínar yndislegu raunalegu ídeur, og var svo þreyttur og máttvana. Og leggjast niður á sín gömlu hné og þíða með heitu lofti jarðarlíkam- ans vænginn á þessum söngfugli skáldskaparins ef hann skyldi frjósa fastur við hjarn hins ólýriska raun- veruleika? Hver átti þá að .. .? 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.