Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 34
BRYNJÓLFUR BJARNASON „Stökkið mikla44 í Kína ÉG KOM til Kína með íslenzkri sendinefnd árið 1956. Ég kom þangað aftur ásamt konu minni í september síðastliðnum. Aldrei hafði mig órað fyrir því, að land og þjóð gæti tekið slíkum stakkaskiptum á tveimur árum. Það sem áður þurfti aldir til, gerist nú á fáum árum. Ég ætla að byrja á því að skýra frá nokkrum staðreyndum og tölum. Það er ótrúleg saga. Síðan mun ég reyna að gefa nokkra skýringu á að slík undur geta gerzt. Árið 1956 var hinni sósíalisku byltingu á efnahagssviðinu að mestu lokið og verkið fullkomnað á árinu 1957. Mestallur iðnaður landsins hafði verið þjóðnýttur, í eigu einstaklinga var ekki eftir nema 0,1%. 96% bændanna höfðu verið skipulagðir í samyrkjubúum og enn fleiri í landbúnaðarsam- vinnufélögum. Hagkerfið hafði verið umskipulagt frá grunni á sósíaliska vísu. Þar með voru sköpuð skilyrði fyrir nýju átaki, nýjum áfanga í þróuninni. Ilann hófst með fimm ára áætluninni, sem nú er verið að framkvæma, og verð- ur að tröllauknu átaki, sem öll þjóðin sameinast um, með samþykkt Kommún- istaflokksins í maímánuði fyrra árs. Þetta er það, sem Kínverjar kalla „stökkið mikla“. Kjörorð þessarar miklu hreyfingar eru orð Maos forseta á framhalds- Jjingi Konnnúnistaflokksins síðastliðið vor, og hljóða svo: „Framkvæmum scsíalismann með því að gera vort ýtrasta og einbeita kröftum vorum til þess að ná meiri, hraðari, betri og hagkvæmari árangri.“ Það var eins og við manninn mælt. Hinar 650 miljónir hlýddu kallinu. Og hvílíkur árangur. Samkvæmt annarri fimm ára áætluninni var gert ráð fyrir að iðnaðarfram- leiðslan mundi verða tvöfölduð á árunum 1958—1962, að þjóðartekjurnar mundu hækka um 50% á sama tíma og að tekjur verkamanna og bænda mundu hækka um 35%. En nú þegar á fyrsta ári voru allar þessar tölur orðn- ar stórlega úreltar. Þegar á árinu 1958 jókst iðnaðarframleiðslan um meira en 50%, stálframleiðslan tvöfaldaðist, rafmagnsframleiðslan jókst um 42%, 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.