Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 39
„STÖKKIÐ MIKLA“ í KÍNA arins í Kína á síðastliðnu ári, sem á sér engan líka. Einstakar borgir, héruð, stjórnarumdæmi, samyrkjubú og kommúnur hafa komið sér upp fjölda verk- smiðja, stórum og smáum og af miðlungsstærð. Allir möguleikar eru notaðir til hins ýtrasta, svo að í iðnaði þessum kennir margra grasa. Þarna er notuð hin frumstæðasta tækni, sum þjóðleg og ævaforn, sumt nýjungar, samtímis því, sem nýtízku aðferðir og tækni eru hagnýtt og tekin upp, eftir því sem kostur er. Þetta er iðnaður á öllum stigum, allt frá endurskipulögðu og endur- bættu frumstæðu handverki til háþróaðra framleiðsluaðferða. Án þessa ein- stæða framtaks miljónanna hefði „stóra stökkið“ í iðnaðinum ekki verið inögulegt. Þetta orkar á mann eins og hamfarir höfuðskepnanna. En sá er munurinn að nú er höfuðskepnan maðurinn sjálfur, mannlegt reginafl í þjón- ustu mannsins sjálfs. Enn hef ég aðeins dvalið við ytra borðið, við staðreyndirnar eins og þær koma manni fyrir sjónir. Hver er þá sá kraftur sem hefur sett allt þetta á hreyfingu? Hver er aflvaki þessarar miklu sigurgöngu? Það er sú spurning, sem mest er um vert að fá svar við. Kínverjar virðast nú hafa fundið sína leið til sósíalismans og kommúnism- ans. Og það er að mínum dómi merkasti atburður veraldarsögunnar síðan rússneska byltingin var gerð árið 1917. Þessi nýi áfangi í þróunarsögu sósíal- ismans hófst á árinu 1958 í sveitum Kína. Það er hið nýja skipulagsform sveit- anna, kommúnurnar. Og nú eru borgirnar farnar að taka sér sveitirnar til fyr- irmyndar, taka upp ýms grundvallaratriði hinna nýju samfélagshátta, sem þar eru að vaxa úr grasi og samræma þau aðstæðum borganna, að svo miklu leyti sem við á, á núverandi þróunarstigi. Þessi mikla hreyfing, sem reist hefur slíka reginöldu, hófst ekki fyrr en í apríl síðastliðið ár. Það gerðist í Honanfylki. Fulltrúar 27 samyrkjubúa komu saman á fund og ákváðu að sameinast í eina heild og að taka upp algerlega nýja skipulagsháttu í framleiðslu og skiptingu lífsgæðanna. Þeir kölluðu fé- lagssamtök sín kommúnu, og gáfu henni nafnið „Spútnik“ (kínverska nafnið er Veixing). Um tilgang þessa fyrirtækis segir svo í annarri grein laganna fyrir kommúnuna: „Mark og mið kommúnunnar er að styrkja hið sósíaliska hagkerfi og vinna af alefli að því að skapa skilyrðin fyrir því að taka upp hið kommúniska skipu- lag skref fyrir skref. I þessum tilgangi verðum vér að gera vort ýtrasta og sækja stöðugt fram til þess að ná meiri, hraðari, betri og hagkvæmari árangri í þróun iðnaðar, land- 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.