Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Qupperneq 42

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Qupperneq 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR starfsþreki þeirra. Hið nýja fyrirkomulag hefur skapað nýja starfsorku, áhuga og félagsanda. í fjórða lagi hefur sameining hinna efnahagslegu og stjórnarfarslegu þátta í eina heild, það er sameining kommúnunnar og sveitarfélagsins, gert allt skipulagið auðveldara og einfaldara, dregið úr skrifstofubákninu og sparað vinnuafl. I lögum Spútnik-kommúnunnar segir, að markmiðið sé að afnema muninn milli borga og sveita svo og muninn milli líkamlegrar og andlegrar vinnu og að skapa skilyrði fyrir því að unnt verði að taka upp hið kommúniska skipu- lag skref fyrir skref. Hvaða líkur eru fyrir því að þessu marki verði náð? Mér var mikil forvitni á að fá þeirri spurningu svarað og þótti þess vegna mikið happ, þegar mér gafst tækifæri til að heimsækja eina af stærstu kommúnunum í Kína í Hopei- fylki, ekki langt frá Peking. í öllu héraðinu eru 310 þúsund íbúar, þar af eru 111 þúsund vinnufærir. Arið 1957 voru þarna aðeins samvinnufélög „á æðra stigi“, sem þeir kalla svo. Nú hefur allt héraðið verið skipulagt í kommúnur. Þær eru 7 í öllu héraðinu, 40—50 þúsund manns í hverri, en þær hafa samband sín á milli og mynda þannig eina lieild. Svo eru deildir í hverju þorpi. Alls staðar eru pólitísk stjórn og hústjórn, eða efnahagsstjórn, sameinaðar í eitt. Þeir sögðu mér að konnnúnuskipulaginu í héraðinu hefði ekki verið komið á fyrr en í byrjun ágúst. Samt hefði þegar náðst sá árangur frá því í fyrravet- ur, að byggðar hefðu verið 288 vatnsstíflur og virkjaðar vatnsaflsstöðvar, sem nægðu til að sjá öllu héraðinu fyrir rafmagni. Þrátt fyrir mikið regnleysi í sumar hefði verið hægt að sjá ökrunum fyrir nægilegu vatni til þess að tryggja uppskeruna. Þar sem ekki var um aðra vatnsmiðlun að ræða, var grafið nægilegt af brunnum og vatninu dælt upp með gufuafli. Þeir sögðust plægja meira en fjórfalt dýpra en áður, og sjálfir framleiða þeir tilbúinn áburð. Þeir sáðu allt að því tiu sinnum meira korni í hverja einingu lands en áður. Árangurinn af öllu þessu varð sá, sögðu þeir, að í ár mætti gera ráð fyrir að uppskeran mundi verða allt að því jafnmikil og samanlögð uppskera átta ára áður, á þeim stöðurn þar sem aukningin yrði mest. Með einna mestu stolti sýndu þeir mér bómullarakur nokkurn, seni Mao for- seti hafði skoðað, þegar hann heimsótti þá í ágústmánuði. Bómullarplönturn- ar, sem áður náðu þeim tæplega í hné, eftir jiví sem jjeir sögðu, voru nú orðn- ar næstum eins háar og þeir sjálfir og báru margfaldan ávöxt. Þarna voru allar helztu nauðsynjar látnar í té án endurgjalds í peningum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.