Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 50
TÍMARIT MÁLS OG M ENNINGAR á að koma upp nýrri kynslóð menntainanna með' nýjum líísviðhorfum úr hópi verkamanna og bænda, og telja það skipta meginmáli að þessi hópur manna í þjóðfélaginu einangrist ekki, missi ekki tengslin við alþýðuna, heldur haldi áfram að vera hluti af henni. Og jafnframt verður lagt mikið kapp á að stór- auka menntun alls almennings. Þetta er leiðin til að útrýma mismuninum milli líkamlegrar og andlegrar vinnu. Allt skólafyrirkomulagið er skipulagt með þetta mark fyrir stafni. Þessvegna láta þeir allt skólafólk vinna jafnframt skóla- náminu. Um þetta eru þó enn sem komið er engar almennar, fastar reglur. Sumstaðar er unnin líkamleg vinna einn dag í viku, sumstaðar einhvern ákveðinn tíma á ári hverju. Til dæmis er það regla, að ríkisstarfsmenn og flokksstarfsmenn verða að vinna líkamlega vinnu einn mánuð á ári. Þegar stúdentar hafa lokið námi, verða þeir að vinna líkamsvinnu að minnsta kosti %—1 ár áður en þeir hefja starf í sinni grein, ef þeir hafa þá ekki lokið þess- ari vinnuskyldu áður en þeir útskrifast. I þessu efni eru Sovétríkin nú að taka Kínverja sér til fyrirmyndar. Einn mikilvægasti þátturinn í hinni andlegu hervæðingu, ef svo mætti að orði kveða, er haráttan gegn hægri mönnunum í Kommúnistaflokknum og utan hans. Fyrir meira en ári var hafin mikil sókn fyrir endurhótum á vinnu- stílnum. Það var lögð áherzla á að menn gagnrýndu í hvívetna það, sem aflaga færi og hefðu frumkvæði að hverskonar umhótum. Það var þá, sem Mao sagði sín frægu orð: „Lofum hundrað blómum að spretta“ o. s. frv. Hægri menn gripu tækifærið til þess að ráðast á flokkinn, að vísu undir yfirskini sósíalisma, því annað er vonlaust í Kína, en í afturhaldssömum tilgangi. Þeir hentu orð Maos á lofti til þess að rökstyðja það, að þeir yrðu að fá að berjast fyrir skoðunum sínum í friði. Það kenndi margra grasa í kröfum þeirra og málflutningi. Það spruttu upp mörg blóm. Þeir lögðu til, að auk núverandi þjóðþings yrði stofnað til annars þings, þar sem fulltrúar flokkanna ættu sæti, og að allar kosningar yrðu beinar og almennar þegar í stað. Þeir snerust yfirleitt gegn alræði verkamanna og bænda, en kröfðust þess að tekin yrðu upp nánast vestræn, borgaraleg sljórnarform í aðalatriðum. Þeir kröfðust þess einnig að fleiri fulltrúar annarra flokka en Kommúnistaflokksins yrðu teknir í ríkisstjórnina. Þeir andmæltu kröftuglega afskiptum Kommúnista- flokksins af menningarmálum. Þeir vildu framlengja mjög tímann sem hin hlönduðu fyrirtæki fengju að starfa. Fyrirtæki þessi eru að verulegu leyti eign kapítalista með þátttöku ríkisins og undir yfirumsjón þess, en nú er óðum verið að breyta þeirn í ríkisfyrirtæki og á því verki að vera lokið á tímabili annarrar fimm ára áætlunarinnar eða í árslok 1962. Loks er að geta þess að 40
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.