Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
unuin Ingólfur eða Ólafur. Kenning-
arnöfnin Arnarson og Tryggvason
merkja nákvæmlega það, sem þau
segja: Ingólfur var sonur Arnar og
Ólafur sonur Tryggva. Þegar börn
eru skírð kenningarnöfnum, er í raun-
inni veriS aS rangfeðra þau, villa
helmildir á uppruna þeirra.
Næsti flokkur annarlegra skírnar-
nafna, sem nýlega hafa verið notuð,
er aS því leyti undarlegur, aS liann er
í rauninni meira og minna afbökuS
örnefni. Slík nöfn eru vitanlega hin
örgustu brot á nafnalögunum. í fyrsta
lagi er þau ekki mannanöfn, og í öSru
lagi eru mörg þeirra svo afmynduS,
aS þau eru langt frá því aS vera rétt
að lögum íslenzkrar tungu. Dæmi um
þetta eru eftirtalin skírnarnöfn, sem
gefin voru piltum í einum söfnuði síð-
ustu tvo áratugina: BreiSfjörS, Brim-
dal, Geirdal, HafnfjörS, Haukdal,
Hlíðar, Hofland, Hrafndal, Húnfjörð,
Kaldal, Kervatns, Laxfoss, Norð-
fjörð, Reykdal, SauSholt, Skagfjörð,
Sædal og Waagfjörð. Eins og sjá má,
eru þessi nöfn yfirleitt gefin í þolfalli
eða eignarfalli; þó er ekki hægt að
fullyrða um nafnið Laxfoss, í hverju
falli það er. En þessi afbökuðu ör-
nefni, sem nú eru gefin aS skírnar-
nöfnum, sýna ljóslega þá hættu, sem
stafar af þverrandi málvitund sumra
foreldra og sofandahætti einstakra
presta.
Um nöfn þau, sem gefin hafa verið
stúlkum undanfarin ár, mætti margt
miður fagurt segja. Alls konar ónefni
vaða uppi, en hér verður ekki drepið
á nema nokkur. Hvernig láta eftirtal-
in kvennanöfn í islenzkum eyrum:
Aníta, Benía, Bentína, Concordía,
Ebba, Elly, Estíva, Henný, Illaría,
Jenný, Katha, Konný, Millý, Sirri og
Thea?
Eitthvert hvimleiSasla afbrigði á
nafngiftum kvenna er það, að þeim
hafa verið gefin karlanöfn á síðustu
árum. Og karlanöfnin eru þá oft á
tíðum afbökuð. Ég hef skjallegar
heimildir fyrir því, að stúlkur hafi
verið skírðar eftirtöldum nöfnum að
undanförnu: Hafstein, Baldvins, Bær-
ings, Gunnars, Hróbjarts, Kolbeins,
Kvaran, Sigmars, Viðars og Vilbergs.
En kynvilla sumra nafngjafa veldur
því, að þeir láta dætur sínar heita
kenningarnöfnum karla; þess eru
dæmi, að stúlkur hafa verið skírðar
Gíslason og Thorsteinsson. Og vitan-
lega hljóta dætur málvillinganna eins
og synirnir afbökuð örnefni og útlend
ættarnöfn að skírnarheitum. Það þarf
býsna mikið sinnuleysi til að láta
skíra dóttur sína Laxfoss eða Hafn-
fjörð eða Malinsky, svo að þrjú dæmi
af fjöldamörgum séu nefnd.
9
Stytt mannanöfn og gælunöfn hafa
tíðkazt á íslandi frá fornu fari. Sum
eru mynduð á þann veg, aS endingu
er skeytt aftan við orSstofninn, svo
sem eru Grímsi af Grímur og Jónki
58