Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 69
ÞÆTTIR UM MANNANOFN OG NAFNGIFTIR
af Jón. Ónnur gælunöfn eru stytting-
ar, svo sem Gummi og Gvendur af
Guðmundur, Gudda af Guðbjörg og
Tobba af Þorbjörg. Og gælunöfn geta
verið mynduð á enn fleiri vegu. Sum
fornu gælunöfnin hafa orðið að
skírnarnöfnum, og er sú þróun mjög
gömul. Þannig er því farið um nöfn-
in Oli, Ubbi, Hrói og Valdi, sem öll
munu upphaflega hafa verið gælu-
nöfn, en urðu skírnarnöfn þegar í
fornöld. Svipuðu máli virðist gegna
um kvennanöfnin Asta, Dísa og
Svana.
Á síðustu áratugum hefur gælu-
nafnatízkan gerbreytzt, sem kunnugt
er. Nú þykja hin gömlu gælunöfn
sveitaleg og ófín. í stað þeirra hafa
verið tekin upp fjölmörg annarleg
nöfn, sem eru svo frábrugðin íslenzk-
um orðum sem framast má verða.
Flestir munu kannast við nöfnin Bó-
bó, Bíbí, Búbú, Dódó, Dídí, Dúdú,
Gógó, Gúgú, Gígó, Lóló, Læla, Mímí
og Mómó, svo að örfá séu nefnd. í
sumum sveitum hefur sá ósiður verið
tekinn upp, að hundar hafa verið kall-
aðir slíkum nöfnum. Nú hafa gælu-
nöfnin haft áhrif á skírnarnöfn, eink-
um eru það stúlkur, sem hlotið hafa
slík ónefni að skírn. Dæmi um þetta
eru alkunn; ég læt mér nægja að
minna á þessi: Día, Dadda, Ebba og
Lillý, en við þenna lista mætti bæta
fjölmörgum orðskrípum.
Nú má í stuttu máli draga saman
yfirlit um helztu agnúana, sem eru á
nafngiftum á vorum dögum. í fyrsta
lagi eru notuð útlend nöfn, sem hlíta
ekki venjum tungunnar. J öðru lagi
kemur fyrir, að íslenzk nöfn séu gef-
in í röngum föllum (þolfalli eða eign-
arfalli, í stað nefnifalls). í þriðja lagi
eru börn skírð staSaheitum, sem oft
eru afbökuð, en staðaheiti er yfirleitt
ekki hægt að nota að mannanöfnum.
í fjórða lagi kemur fyrir, að slúlkur
séu skírðar karlanöjnum, og er það
vitanlega rangt. Og í fimmta lagi hafa
sum börn verið skírð kenningarnöfn-
um, sein enda á -son, en slíkt er hin
argasta heimska.
Foreldrar, sem skíra börn ónefn-
um, brjóta landslög og leggja hina
þyngstu byrði á börnin. Börn, sem
heita nafnskrípum, verða oft að þola
mikið aðkast frá öðrum börnum, og
geta beðið af því alvarlegt tjón, ef
þeim er mikið strítt á nöfnum sínum.
í sumar talaði ég við nokkra kennara
í Reykjavík, og böfðu þeir allir sömu
sögu að segja. í skólum þeirra voru
nemendur, sem hétu annarlegum
nöfnum og nafnskrípum og skömm-
uðust sín fyrir þau. Óll þau dæmi,
sem þeir töldu upp, voru um börn,
sem hétu útlendum nöfnum. Og er illt
til þess að vita, að börn verði að
gjalda heimsku foreldra sinna svo
dýru verði.
10
Samkvæmt nafnalögunum mega
menn ekki heita fleiri nöfnum en
59