Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 70
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR tveini, en þella ákvæði er oft broticí. Margir eru skírðir þrem nöfnum eða jafnvel fjórum, og þess eru dæmi, að barni hafi verið gefin sex nöfn. Fæst- ir munu þó nota fleiri skírnarnöfn en tvö, hinum er sleppt eða þá, að þau eru skammstöfuð, og runa af upp- hafsstöfum verða einu leifarnar af nafnaörlæti foreldranna. Þótt ég hafi verið fjölorður um agnúa á nafngiftum einstakra for- eldra og vanrækslusyndir sumra presta, vil ég enn minna á, að flestum foreldrum er mikið í mun, að börn þeirra heiti góðum íslenzkum nöfn- um. Ég þekki allmörg dæmi þess, að foreldrar hafi lagt mikla vinnu í að finna fögur og þjóðleg nöfn handa börnum sínum. Þetta á einkum við, þegar málum er svo háttað, að barnið á ekki að heita eftir neinum sérstök- um manni. Margir foreldrar hafa þann ágæta sið að leita þá að nafni í íslenzkum fornritum, Landnámu, ís- lendinga sögum, Sturlungu eða forn- aldarsögum. Einkum mun nafnaskrá- in, sem fylgir hinni alþýðlegu útgáfu Guðna Jónssonar á íslendinga sög- um, hafa verið notuð mikið, þegar leita þurfti að nafni, enda er hún hin handhægasta heimild um forn íslenzk mannanöfn. Mörgum finnst það vera fordild, þegar forn nöfn, sem lítt hafa verið notuð síðustu átta eða níu aldirnar, eru vakin upp að nýju. En slíkt tel ég mikinn misskilning. íslenzk tunga og íslenzkir nafnasiðir í höfuðatriðum eiga sér svo samfellda sögu og íslenzk- ar fornbókmenntir eru enn svo mikill þáttur í menningu vorri, að manna- nöfn vor geta ekki fyrnzt, þótt sum þeirra liafi ekki verið notuð um þús- und ára skeið. Þó er rétt að geta þess, að sum fornu nöfnin, sem horfin eru, gjalda hugmyndatengsla við önnur orð. Svo mun því vera farið um nöfn- in Káljur og Refur. Stundum er merk- ing nafna önnur en virðist í fljótu bragði. Þannig á forliðurinn öl- í nöfnunum Olrún og Ölmóður ekkert skylt við drykkinn, sem svo heitir, heldur mun hann vera kominn af fornu germönsku orði, sem merkti vernd. Og eftirliðurinn -þjófur í nöfn- unum Arnþjófur og Valþjófur virðist hafa merkt „þjónn“ og á því ekkert skylt við orðið þjófur í venjulegri merkingu. Óvinsældir sumra nafna eiga ræt- ur sínar að rekja til bókmennta. Naumast getur nokkur vafi leikið á því, að Marðar-nafnið gjaldi þess, hvernig Merði Valgarðssyni er lýst í Njálu. Þó tíSkaðist nafnið eitthvað fram eftir öldum en svo hverfur það gersamlega úr sögunni, unz það var endurvakið á síðustu árum. Og verð- ur þess væntanlega ekki langt að bíða, að þetta ágæta nafn verði meira not- að. Þess hefur verið getið til, að skáldsaga Jóns Thoroddsen eigi ein- 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.