Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 83
TVO KVÆÐI
spænskra útlagaskálda í kirkjtigarðinnm í San Juan, ]>ar sem hafið eitt skiltir ntilli ]jeirra
og garnla föðnrlandsins, en þetta barnlansa erfðaskrárlausa skáld er flutt heim ásamt mohl
konu sinnar að ættarboði fjarskyldrar herforingjafjölskyldu.
Þó Jiménez hafi verið sískrifandi allt sitt líf og virtur sem mikið skáld meðal spænsku-
mælandi þjóða, hefur hann lítið verið þýddur á erlend tungumál, og aðeins einstök Ijóð
hafa verið hirt á stangli í ýmsum tímaritum. Ljóð hans eru svo samgróin sinni tungu að
næstum virðist ómögulegt að gefa þeint líf annarra tungna, svo viðkvæm eru þau í sínum
einfaldleik. Oðrum þjóðum er hann kannske mest kunnur af Platero og ég, órímaðri
ljóðafrásögn um asnann Platero og skáld sem eru vinir og fara í smá ferðalög um nágrenni
Morguer í Andalúsíu til að horfa á og njóta náttúrunnar og koma heim í kvöldsvalanum
í það hús þar sem þeir eru fæddir.
Guðbergur Bergsson.
ÞÖGN
Nei, segið ekki ósagðan hug minn.
Hyldu það fulla tungl, óniælis geimur,
í kyrrð næturinnar;
þú, fljót sem það veizt, talaðu enn
eins og sá, sem ekki veit, samhliða
á þínum eilífa flótta
við streng minnar leyndu hugsunar;
þó þú syngir það fugl,
veit ég einn innra
að þú syngur það sem ég söng þér í apríl;
þú, síðasta rós, geym það í krónunni
eins og það býr í hjarta mér, flyttu
og láttu það frjálst, vindur . . .
Nei, nei, segið það ekki!
Sé það að eilífu
leynd, meðan í snúningu jörðina
dreymir, aldrei af neinum rofin
eins og eilíf þögn.
73