Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 89
L.JOÐBOND 0G STEMMUR
að vera öll af hinu illa. Kynni það að
reynast eljuverk mikið og lærdóms-
raun að gera því máli full skil, en á
sumt má benda og þarf ekki langa leit
að svo sem þann almenna sannleika,
að eitt hið verðmætasta, sem manni
getur hlotnazt er orðaforði mikill og
hæfni til að beita honum, en til þess
að öðlast þann auð og kunnáttu við
að nota hann er engin leið jafn örugg
og fyrirhöfnin við kvæðagerð, ekki
þá kvæðagerð, sem Jónas Hallgríms-
son taldi auðvelda þar sem allt var
látið fara, sem heimskum manni gat
til hugar komið, heldur hina, sem á
sér reglur og gerir kröfur og veldur
leit að orðum þótt inni fyrir sé auður
hugmynda. Þessháttar orðaleit leiðir
mann að fjölda hugtaka, sem annars
hefði ekki verið vitjað, vísar á þau
og gerir tiltækileg, og hún skapar
einnig eftirtekt á hljómi og merkingu
orða, en allt gerir þetta -— að öðru
jöfnu — manninn, sem við það
fæst, málsnjallari en án þess hefði
orðið.
Þótt ótítí sé um bjarglega greinda
Islendinga að þeir geti ekki komið
saman vísu og æft síðan vit sitt, smekk
og orðfæri við það verk, þá mun sú
vöntun einnig til meðal óheimskra
manna og verður þeim þá helzt bent á
að læra ljóð og talshætti máli sínu til
auðgunar. Fastmótuð hugsunarheild,
sem maður kann, vekur oft aðra svip-
aða, sem andsvar við þrá, er að kallar
í dag, en hver sú málsgrein, sem kom-
in er á gang sem sjálfstæður og eftir-
minnilegur hlutur, á sér einhver þau
auðkenni, að eftir má líkja eða var-
ast ber og er því frjósamleg til eftir-
breytni eða viðvörunar.
Fyrst getið hefir verið eftirbreytn-
isverðra málsgreina liggur næst að
athuga hvaða stílbrögðum þeir menn
beittu, sem öðrum frekar náðu þeim
árangri, að orð þeirra greyptust í
minni. Mun þá bezt að leita þeirra og
verka þeirra þar á svæði sem fastast
þurfti að muna en það var í ólæsu
ribbalda-þjóðfélagi eins og hið ís-
lenzka þjóðveldi var og þá í laga-
máli þess, en lagamálið forna var
víða reyrt saman með bragliðum,
stuðlum og jafnvel rími, þótt mjög
misbundið muni hafa verið. Er það
þó enn kunnara með talshættina svo
sem: „Ei fellur eik við hið fyrsta
högg.“ „Sveltur sitjandi kráka en
fljúgandi fær.“ Auk þess var mikið
gert að því að hlaða mál myndum,
samlíkingum og kenningum, sem í
bezta falli er allt eitt og hið sama og
allt til auðkenna og fegrunar en hinn
mesti óþrifnaður í máli ef illa tekst til
með.
011 eru þessi stílbrögð tíðari í
bundnu máli en lausu, og færa þau
hið fegursta tal og slyngasta í flokk
fagurra kvæða og auðkenna þá sem
skáld, er svo beita máli sínu, að
minnsta kosti ef efnið nær ekki að
spilla öllum kostunum eða efnisleys-
ið. Þannig renna undir það allar stoð-
79