Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 101
UMSAGNIR UM BÆKUR Skarð'sárbók Landnámabók Björns Jónssonar á Skarðsá. Jakob Benediktsson gaf út. etta er fyrsta bók í flokki vísindalegrar útgáfu íslenzkra fornrita á vegum Há- skóla Islands, og er vel af stað farið; ber til þess hvorttveggja að þessi útgáfa bætir úr brýnni þörf og að vandasamt verk hefur verið svo vel af hendi leyst sem frekast er kostur. Finim gerðir Landnámabókar liafa varð- veitzt að meira og minna leyti, Sturlubók, Hauksbók, Melabók, Skarðsárliók og Þórð- arbók. IJin fyrst nefnda er kennd við Sturlu Þórðarson (d. 1284), önnur við Hauk Er- lendsson (d. 1334), þriðja við Mela í Borg- arfjarðarsýslu og hin fimmta við séra Þórð Jónsson í Hítardal (d. 1670). Sturlubók er aðeins til í uppskrift séra Jóns Erlendsson- ar sem einnig gjörði uppskrift af Hauksbók (þ. e. a. s. af Landnámukaflanum), en 14 blöð eru enn varðveitt af frumritinu (upp- baflega 38). Af Melabók er nú ekki til nema lítið brot sem rúmast á 7 blaðsíðum í Land- námu-útgáfunni frá árinu 1900. I eftirmála sínum kveðst Haukur rita sína Landnámu eftir bók þeirri er Sturla lögmaður hafði ritað og annarri sem rituð bafi verið af Styrmi fróða (d. 1245), „ok Iiafða ek þat ór livárri er framar greindi". Haukur segir einnig að þeir Ari fróði og Kolskeggur vitri hafi fyrstir ritað um land- nám á Islandi. Þessi ummæli llauks eru undirstaða rannsókna á uppruna Land- námu, en á því sviði hafa einkum tveir menn verið brautryðjendur, þeir Björn Magnússon Olsen og Jón Jóhannesson. Nú þykir sýnt að Sturla bafi stuðzt við Landnánm Styrmis fróða, en hafi aukið bana efni úr Islendinga sögum og þá oft hafnað frásögn Styrmis, en Melabók hafi varðveitt lítt breyttan texta Styrmisbókar. Skarðsárljók er sainliland úr Sturlubók og líaiiksbók (llaiikur hafði að vísu notað Sturlubók, en ekki rækilegar en svo að Björn gat nýtt hana enn betur). Þórðarbók er skrifuð upp eftir Skarðsárbók, en við er aukið ýmsum afbrigðilegum lesháttum úr Melabók á meðan sú bók var enn því nær heil. Nú mætti spyrja hvers vegna Skarðsár- bók sé þess verð að vera gefin út enn einu sinni (hefur áður verið aðaltexti í þrem fyrstu útgáfum Landnámu) úr því að víst er að bún er ekki annað en samsteypa úr Sturlubók og Hauksbók. Þeirri spurningu verður bezt svarað með orðum útgefanda sjálfs: „Jón Jóhannesson (Gerðir Land- námabókar 13—16) sýndi frain á það svo að ekki varð um villzt að því fer fjarri að Skarðsárbók sé ómerkur texti, eins og ýms- ir fyrri fræðimenn höfðu talið. Bar þar einkum tvennt til: Annars vegar liafði Björn fyrir sér hinar sömti skinnbækur af Landnámu og Jón Erlendsson, Resensbók (Sturlubók) og Hauksbók, og hefur því Skarðsárbók samanburðargildi við upp- skriftir Jóns um Sturlubókartextann og það sem glatað er af Hauksbók, enda má ósjald- an leiðrétta texta Jóns eftir Skarðsárbók. Hins vegar — og er það meira um vert -— sýndi Jón Jóhannesson fram á að Þórðar- bók er samsteypa úr Skarðsárbók og Mela- bók, sem nú er að mestu glötuð. Til þess að hægt sé að vinza eins mikið og unnt er af texta Melabókar úr Þórðarbók er því brýn nauðsyn að til sé eins traustur texti Skarðs- árbókar og völ er á, svo að hann verði bor- inn saman við Þórðarbók. Ekkert eigin- handarrit Björns af Skarðsárbók er varð- veitt, en margar uppskriftir; varð því ekki hjá því komizt að rannsaka þær allar og leitast við að leggja fram þann efnivið sem þær liafa að geyma. Tilgangur þessarar út- gáfu er að leysa þetta verkefni af höndum“ (Inngangur ix). 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.