Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 102
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lltgefandi liefnr rannsakað og ættgreint tíu uppskriftir Skarðsárbókar (Þórðarbók talin með), tvö reynast vera afkvæmi hand- rits sem enn er til og koma því ekki til greina við útgáfuna. Eitt hinna sem víst er að er uppskrift eftir eiginhandarriti Björns, er prentað stafrétt (þó með tilgreindum frávikum, þ. á. m. leiðréttingum á textanum „þar sem leshættir annarra handrita gera sennilegl að annar lesháttur hafi staðið í frumriti eða í xi“). En neðanmáls em prentaðir afbrigðilegir leshættir hinna upp- skriftanna og að auki leshættir úr frumút- gáfu Landnámu (Skálholtsútgáfunni 1688) sem er að langmestu leyti Skarðsárbókar- texti (þar sem stuðzt hefur verið við þrjár eða fjóra'r uppskriftir). Astæðan er sú að hinar uppskriftirnar eru sumpart runnar (um milliliði) frá saina eiginhandarriti Björns (nefnt xj) og sú uppskrift sem prentað er eftir og hafa sumsstaðar betri leshætti, en aðrar frá sjálfu frumriti Björns (þetta mál er allt flóknara en svo að hér verði rakið í stuttu máli, en þess skal get- ið að útgefandi gjörir ráð fyrir 2—3 eigin- handarritum Björns og að bann kunni að hafa breytt texta sínum eða þá liaft orða- mun á spássíu sem uppskrifarar hafi tekið misjafnt tillit til, — en alls gjörir útgefandi ráð fyrir a. m. k. átta týndum milliliðum í ættarskrá handritanna). Þess er enn að geta að útgefandi tekur ekki upp alla sérleshætti Skarðsárbókar- handrita, heldur fylgir þeirri meginreglu að orðamunurinn eigi að sýna þá leshætti eina sem geta stafað frá eiginhandarritum Björns. Er auðséð að útgefandi losar hér njótendur verks síns við mikla fyrirhöfn og vanda, en þeir eiga hér allt undir glögg- skyggni hans, og vill til að þeir munu fúsir að treysta hans úrskurði. Ilér við bætist að útgefandi greinir sundur afbrigðilega les- hætti Þórðarbókar og telur með Skarðsár- bókar lesháttum þá leshætti sem koma heim við einhverja Skarðsárbókaruppskrift „eða geta ekki verið runnir frá Melabók eða inn- skotum úr öðrum ritum“, en neðst á hverri blaðsíðu prentar hann alla leshætti úr Þórðarbók „sem ekki eiga sér samstæður í Skarðsárbókarhandritum eða af öðrum ástæðum verða taldir til þeirra ... Þar eru vitaskuld framar öllu allir leshættir sem geta verið runnið frá Melabók, ennfremur innskot Þórðar sjálfs, sem eru tiltölulega auðþekkt úr M-lesháttum ... Auk þess geta verið þar villur úr Skarðsárbókarhandriti Þórðar ... Þetta tvennt sem nú var talið, verður að liafa í huga þegar reynt er að glöggva sig á því hverjir leshættir Þórðar- bókar geti verið úr Melabók" (Inng. xlvii). Auðséð er að mörg gátan er enn óráðin, en hins vegar er þess að gæta að þær eru ekki allar jafn-mikilvægar; t. d. skiptir það ekki máli þegar leitað er að upphaflegri mynd Styrmisbókar, bvort þetta eða hitt söguágrip Þórðarbókar er viðbót Þórðar sjálfs eða þess manns er ritaði Melabók. Annað mál er það að þessi söguágrip og upptök þeirra geta valdið heilabrotum þeim mönniim sem fást við rannsókn ís- lendingasagna; má t. d. nefna Vatnsdælu- ágrip Þórðarbókar sem ber að sumu leyti illa saman við söguna eins og hún er nú. Enda þótt nú eigi að verða auðveldara að hafa upp á efni sem runnið sé frá Styrmis- bók, er liætt við að stundum fari svo að ekki verði fyrr búið að ráða fram úr einum vandanum en annar rísi upp í staðinn. Við því er ekkert að segja því að þrátt fyrir allt miðar áfram, enda mun þessum rannsókn- um ekki linna á meðan lögð er rækt við íslenzk fræði, þótt allir viti að aldrei verð- ur náð lokatakmarkinu: endurheimt frum- landnámu. Bjarni Einarsson. 92
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.