Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 105
UMSAGNIR UM BÆKUR hann krefst þess sama af öðrum. En jafn- framt er hann viðkvæmur hugsjónamaður, ekki nema að takmörkuðu leyti sjálfsörugg- ur á stundum, og á það jafnvel til að efast um árangur verka sinna. Ollu þessu lýsir hann mjög sannfærandi, og það verður ekki endursagt; menn verða að lesa bókina sjálf- ir. Uppeldisstefna hans, sem ýmsum mun hafa þótt orka tvímælis í fyrstu, hefur nú hlotið viðurkenningu fyrir löngu, og rit hans um þau efni orðin heimskunn. Gott dæmi um afstöðu sína og uppeldisaðferðir yfirleitt setur hann fram í örfáum línum (II, 238), þar sem hann greinir frá ungling- unum á síðara hælinu, sem hann tók við í niðurníðslu. Honum farast þannig orð (let- urbr. mín): „A þeirri stundu fann ég til uppeldis- skyldu minnar við bókstaflega hverja ein- ustu hreyfingu: maður varð að ganga í aug- un á þessum drengjum, þeir urðu að hríf- ast af ómótstæSilegri samúS, en jafnframt urðu þeir að vera fullkomlega sannfærðir um aS ég tœki ekki hiS minnsta tillit til aS- dáunar þcirra og mér stœSi hjartanlega á sama ]>ó ]>eir móSguSust, riju lcjaft og gnístu tönnum.“ Það þarf stórbrotinn persónuleika til að sameina á heppilegan hátt viðkvæmni og kulda — með jákvæðum árangri í uppeldis- starfi. En einmitt slíkur persónuleiki hlýtur Makarenko að hafa verið. I upphafi máls míns sagði ég, að „Hetjuraun“ og „Vegur- inn til Iífsins“ væru harla ólíkar bækur hvað andrúmsloft snertir. Svo er, efnisins vegna. En ég hygg, að fjölmargt hafi verið sameiginlegt með höfundunum sjálfum, einkum þó brennandi ábyrgðartilfinning og sá vilji að vinna liinum ungu Ráðstjómar- ríkjum allt sem þeir unnu. Makarenko hef- ur óefað verið útslitinn maður og þreyttur, er liann lézt úr hjartabilun fyrir aldur fram. Ymsum kann einnig að finnast sem þreytu- merkja t»nni í lokaköflum síðara bindis, jafnvel óvissu; uppeldisstefna höf. var líka umdeild, er hann lauk ritverkinu. Eg hygg þó, við betri lestur, að þreyta og óvissa höf- undarins hverfi í skuggann fyrir enn ann- arri tilfinningu: söknuðinum. Ilann saknar fyrrverandi skjólstæðinga sinna, heimilis þeirra, baráttunnar fyrir þá og með þeim. En sá söknuður er líka hlaudinn gleði. Því að starfið er fullkomnað. Nýtt hlutverk tekur við, hjá þeim og hjá sjálfum hon- um. Jafnvel þótt meginþorri unglinganna týnist honum eftir að þeir eru samrunnir heildinni sem nýtir þegnar, fær hann öðru hverju fregnir af örlögum nokkurra einstakra. Og það eru undantekningarlít- ið mjög gleðilegar fréttir; sumir þeirra orðnir hálærðir menn bóklega eða verklega. Það er Makarenko, sem hefur vísað þeim fyrstu og afdrifaríkustu sporin fram á þenn- an veg, með svo ágætum árangri. Slíkur maður hlýtur að vera ánægður með hið liðna og líta ókvíðinn fram á við, sjálfs sín vegna og annarra. Þýðing Jóhannesar úr Kötlum á „Vegin- um til h'fsins" ber í heild vott um, að hann er enginn viðvaningur í faginu. Ilún er mjög geðþekk, blæbrigðarík á viðeigandi hátt, sjálfsagt nákvæmlega unnin, og víða beinlínis snilldarleg hvað málfar snertir, — þó ekki með öllu gallalaus. Þar sem þýð. tekst sérlega vel, er hann það snjall — að því er séð verður án þess að gera saman- burð —, að þeir fáu ágallar sem maður rek- ur augun í, verða þeim mun girnilegri til ásteytingar. Sparðatíningur í því sambandi er bæði óviðeigandi og hvimleiður; samt ætla ég að nefna þau fáu dæmi sem ég hnaut um. Að líkum lætur, að bókin sé þýdd úr dönsku, eftir orðasamböndum sem þessum að dæina: „gera okkur gildandi“ (II, 346) „jleiri nemendur" (II, 165), „jleiri strákar" (II, 352), þar sem danska oðið „flere" mun eiga að tákna margir, eftir samhenginu að 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.