Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 5
RITSTJÓRNARGREINAR
ur ekki opinskált jafn afturhaldssaman tilgang, en það má búast við að það verði því
hættulegra sjálfsforræði smáríkjanna innan þess sem Bretland hefur þar óskoraðri afls-
mun. Það spáir heldur ekki góðu að þau Norðurlönd sem eru meðal stofnenda þessa banda-
lags hafa verið þekktari fyrir annað en sjálfstæða stefnu gagnvart brezku auðvaldi; Islend-
ingar eru vonandi minnugir þess. En ef þessum tveim ríkjafélögum yrði steypt saman í eitt
allsherjar samband, væri hætt við að þar væri komið endurvakið það Helgabandalag sem
gæti hindrað þjóðfélagslega þróun í Vestur-Evrópu um nokkra áratugi á sama hátt og það
gamla gerði á sínum tíma.
Hitt atriðið varðar þau efnahagslegu áhrif sem innleiðsla líberalismans á íslandi mundi
hafa. Hagfræðingamir og stjórnmálamennirnir sem lofa hástöfum „frjálst" viðskiptalíf
gleyma því að siðferði kapítalismans er siðferði hins sterka. Hagskipulag líberalismans
má með nokkrum rétti segja að geti staðizt um sinn í auðugum löndum og háþróuðum iðn-
aðarríkjum, sem þola þá sóun sem slíkt skipulag hefur í för með sér. En ísland er enn
atvinnulega á stigi hálfnýlendu. Undanfarin tíu til fimmtán ár hafa nýlendur hver af ann-
arri verið að öðlast sjálfstæði. Reynsla þeirra -— stundum sár reynsla — hefur yfirleitt
verið sú að líberalisminn gæti ekki hentað þeim sérstöku aðstæðum og erfiðleikum sem
fyrrverandi nýlenda á við að etja. Það er ískyggilegt dæmi annaðhvort um skammsýni eða
léttúð íslenzkra forráðamanna að þeir skuli á sama tíma prédika elixír líberalismans
handa íslandi.
Ummæli nokkurra þeirra manna benda reyndar til þess, að „frjáls viðskipti“ og aðild
að „frjálsum viðskiptasamtökum" vestrænna þjóða eigi einkum að hafa að markmiði að
forða Islendingum frá að innlimast gjörsamlega í liina ófrjálsu viðskiptaheild Austur-
Evrópu(I) Þarna sýnast þeir vera konungssinnaðri en konungurinn sjálfur, því margir
vesturevrópskir hagfræðingar hafa á undanförnum árum látið þá skoðun í ljós að aukin
viðskipti milli Austur- og Vestur-Evrópu sé eina leiðin til að efnahagslíf Evrópu geti þró-
azt eðlilega. — Það væri hörmulegt af íslendingar yrðu einhverskonar eftirlegukindur
kalda stríðsins löngu eftir að það verður gleymt öllum öðrum. Það væri hörmulegt ef
sjálfstæð íslenzk utanríkisstefna ætti eftir að koma þannig fram. Máski hefur forsmekkur
þesskonar sjálfstæðis leynzt í hinum skringilega amerísk-íslenzka ballett sem fyrir stuttu
var leikinn fyrir opnum tjöldum alls heimsins, þegar Ameríkumenn tóku upp alveg hjá
sjálfum sér að fækka herliði á Islandi. Síðan hefur ekki linnt skrifum í sumum dagblað-
anna um að „varnir íslands" megi fyrir engan mun veikja. Virðuleiki íslenzkrar utanríkis-
stefnu hefur hinsvegar ekki styrkzt.
195