Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 5
RITSTJÓRNARGREINAR ur ekki opinskált jafn afturhaldssaman tilgang, en það má búast við að það verði því hættulegra sjálfsforræði smáríkjanna innan þess sem Bretland hefur þar óskoraðri afls- mun. Það spáir heldur ekki góðu að þau Norðurlönd sem eru meðal stofnenda þessa banda- lags hafa verið þekktari fyrir annað en sjálfstæða stefnu gagnvart brezku auðvaldi; Islend- ingar eru vonandi minnugir þess. En ef þessum tveim ríkjafélögum yrði steypt saman í eitt allsherjar samband, væri hætt við að þar væri komið endurvakið það Helgabandalag sem gæti hindrað þjóðfélagslega þróun í Vestur-Evrópu um nokkra áratugi á sama hátt og það gamla gerði á sínum tíma. Hitt atriðið varðar þau efnahagslegu áhrif sem innleiðsla líberalismans á íslandi mundi hafa. Hagfræðingamir og stjórnmálamennirnir sem lofa hástöfum „frjálst" viðskiptalíf gleyma því að siðferði kapítalismans er siðferði hins sterka. Hagskipulag líberalismans má með nokkrum rétti segja að geti staðizt um sinn í auðugum löndum og háþróuðum iðn- aðarríkjum, sem þola þá sóun sem slíkt skipulag hefur í för með sér. En ísland er enn atvinnulega á stigi hálfnýlendu. Undanfarin tíu til fimmtán ár hafa nýlendur hver af ann- arri verið að öðlast sjálfstæði. Reynsla þeirra -— stundum sár reynsla — hefur yfirleitt verið sú að líberalisminn gæti ekki hentað þeim sérstöku aðstæðum og erfiðleikum sem fyrrverandi nýlenda á við að etja. Það er ískyggilegt dæmi annaðhvort um skammsýni eða léttúð íslenzkra forráðamanna að þeir skuli á sama tíma prédika elixír líberalismans handa íslandi. Ummæli nokkurra þeirra manna benda reyndar til þess, að „frjáls viðskipti“ og aðild að „frjálsum viðskiptasamtökum" vestrænna þjóða eigi einkum að hafa að markmiði að forða Islendingum frá að innlimast gjörsamlega í liina ófrjálsu viðskiptaheild Austur- Evrópu(I) Þarna sýnast þeir vera konungssinnaðri en konungurinn sjálfur, því margir vesturevrópskir hagfræðingar hafa á undanförnum árum látið þá skoðun í ljós að aukin viðskipti milli Austur- og Vestur-Evrópu sé eina leiðin til að efnahagslíf Evrópu geti þró- azt eðlilega. — Það væri hörmulegt af íslendingar yrðu einhverskonar eftirlegukindur kalda stríðsins löngu eftir að það verður gleymt öllum öðrum. Það væri hörmulegt ef sjálfstæð íslenzk utanríkisstefna ætti eftir að koma þannig fram. Máski hefur forsmekkur þesskonar sjálfstæðis leynzt í hinum skringilega amerísk-íslenzka ballett sem fyrir stuttu var leikinn fyrir opnum tjöldum alls heimsins, þegar Ameríkumenn tóku upp alveg hjá sjálfum sér að fækka herliði á Islandi. Síðan hefur ekki linnt skrifum í sumum dagblað- anna um að „varnir íslands" megi fyrir engan mun veikja. Virðuleiki íslenzkrar utanríkis- stefnu hefur hinsvegar ekki styrkzt. 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.