Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 10
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
Hann var berhöfðaður og berhent-
ur, lægri vexti en ég, en miklu herða-
breiðari og þreknari, samanrekinn
hreystiskrokkur og dugnaðarjálkur,
áreiðanlega rammur að afli. Frakk-
inn hans gúlpaði nokkuð á bring-
unni, eins og hann hefði stungið á
sig pinkli.
Ég spurði hvað hann hefði fyrir
stafni, hvort hann væri á sjónum.
Ég er á sama dallinum, sagði hann.
Togaranum?
Hann kinkaði kolli.
Hvernig líkar þér?
Sæmilega.
Ég spurði hvort þeir sigldu til Eng-
lands með aflann.
Já.
Það hlýtur að vera hættulegt —
Fermingarbróðir minn yppti öxl-
um. Einhverjir verða að sigla. sagði
hann og leit snöggvast í búðarglugga.
Hvað gerir Jjú? Ertu ennjiá blaða-
maður?
Svo á það víst að heita.
Skrifar og skrifar?
Ætli það ekki, sagði ég hálfvesald-
arlega og flýtti mér að slá út í aðra
sálma: Hvað hefurðu frétt að heim-
an?
0 ekkert sérstakt.
Fálæti hans kom mér á óvart. Okk-
ur hafði ætíð verið vel til vina, en auk
þess vissi ég ekki betur en fermingar-
bróðir minn væri glaðlyndur piltur.
jafnvel nokkuð örgeðja. Að minnsta
kosti lá hann hvorki á hugsunum sín-
um né tilfinningum þegar hann var
snoðklipptur flugdrekastjóri og veiði-
garpur á Djúpafirði.
Hvernig líður foreldrum þínum?
spurði ég.
Vel, sagði hann.
Og ætla sér ekki að flytjast hingað
suður?
Nei.
Ég gat mér Jjess til, að hann væri
að fara á fund unnustu sinnar og
kærði sig ekki um neina samfylgd.
Það dofnaði yfir mér og ég fór aftur
að hugsa um framhaldssögu Blys-
fara. Tómleg skrifstofa blaðsins og
virina til miðnættis, ef vinnu skyldi
kalla, yrði víst skásta athvarf mitt á
þessu kvöldi eins og endranær.
Jæja Mundi, sagði ég og nam stað-
ar. Ef þú skrifar foreldrum Jjínum
eða talar við Jjau í síma, Jjá bið ég
kærlega að heilsa þeim.
Fermingarbróðir minn staldraði
einnig við og horfði inn í sund nokk-
urt milli Austurstrætis og Hafnar-
strætis. Hann stakk báðum höndum
í vasana á frakkanum sínum og sagði
dinimraddaður:
Skrýtið að rekast á ])ig í kvöld!
Ha? sagði ég. Já.
Hélt ég mundi ekki liitta néinn sem
ég Jjekkti.
Ha? sagði ég. Nei.
Hvað ætlarðu að fara að gera?
Mér datt kannski í hug að þýða
dálítið, sagði ég. Fyrir blaðið.
Hanu þagði.
200