Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 10
TIMARIT MALS OG MENNINGAR Hann var berhöfðaður og berhent- ur, lægri vexti en ég, en miklu herða- breiðari og þreknari, samanrekinn hreystiskrokkur og dugnaðarjálkur, áreiðanlega rammur að afli. Frakk- inn hans gúlpaði nokkuð á bring- unni, eins og hann hefði stungið á sig pinkli. Ég spurði hvað hann hefði fyrir stafni, hvort hann væri á sjónum. Ég er á sama dallinum, sagði hann. Togaranum? Hann kinkaði kolli. Hvernig líkar þér? Sæmilega. Ég spurði hvort þeir sigldu til Eng- lands með aflann. Já. Það hlýtur að vera hættulegt — Fermingarbróðir minn yppti öxl- um. Einhverjir verða að sigla. sagði hann og leit snöggvast í búðarglugga. Hvað gerir Jjú? Ertu ennjiá blaða- maður? Svo á það víst að heita. Skrifar og skrifar? Ætli það ekki, sagði ég hálfvesald- arlega og flýtti mér að slá út í aðra sálma: Hvað hefurðu frétt að heim- an? 0 ekkert sérstakt. Fálæti hans kom mér á óvart. Okk- ur hafði ætíð verið vel til vina, en auk þess vissi ég ekki betur en fermingar- bróðir minn væri glaðlyndur piltur. jafnvel nokkuð örgeðja. Að minnsta kosti lá hann hvorki á hugsunum sín- um né tilfinningum þegar hann var snoðklipptur flugdrekastjóri og veiði- garpur á Djúpafirði. Hvernig líður foreldrum þínum? spurði ég. Vel, sagði hann. Og ætla sér ekki að flytjast hingað suður? Nei. Ég gat mér Jjess til, að hann væri að fara á fund unnustu sinnar og kærði sig ekki um neina samfylgd. Það dofnaði yfir mér og ég fór aftur að hugsa um framhaldssögu Blys- fara. Tómleg skrifstofa blaðsins og virina til miðnættis, ef vinnu skyldi kalla, yrði víst skásta athvarf mitt á þessu kvöldi eins og endranær. Jæja Mundi, sagði ég og nam stað- ar. Ef þú skrifar foreldrum Jjínum eða talar við Jjau í síma, Jjá bið ég kærlega að heilsa þeim. Fermingarbróðir minn staldraði einnig við og horfði inn í sund nokk- urt milli Austurstrætis og Hafnar- strætis. Hann stakk báðum höndum í vasana á frakkanum sínum og sagði dinimraddaður: Skrýtið að rekast á ])ig í kvöld! Ha? sagði ég. Já. Hélt ég mundi ekki liitta néinn sem ég Jjekkti. Ha? sagði ég. Nei. Hvað ætlarðu að fara að gera? Mér datt kannski í hug að þýða dálítið, sagði ég. Fyrir blaðið. Hanu þagði. 200
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.