Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 11
TVEIR DJ ÚPFIRÐINGAR HEFNA SÍN Ég þarf þess reyndar ekki, bætti ég við. Ekki nauðsynlega. Fermingarbróðir minn horfði án afláts inn í sundið: Þú ættir að skreppa með mér niður að höfn, sagði hann. Svo gætum við kjaftað saman á eftir, til dæmis á einhverri sjoppu. Ég varð bæði þakklátur og allshug- ar feginn, að mega rölta með honum og spjalla við hann um stund, í stað þess að kúldrast einsamall í skrif- stofu Blysfara, fletta orðabók, naga blýant og stríða við áleitnar minn- ingar. Hvenær komuð þið Mundi? spurði ég. Klukkan að ganga sex. Og farið? A morgun. Þú verður að sýna mér káetuna þína, sagði ég. Við hvaða bryggju liggur togarinn? Hann hristi höfuðið: Læt ekki sjá mig á dallinum fyrr en einhverntima í nótt! Hvað ætlarðu þá að gera niður að höfn? Hann leit hálfvegis undan: Éleygja drasli! Mér duldist ekki lengur, þrátt fyrir kæruleysislegan hreim í dimmri rödd fermingarbróður míns, að honum var eitthvað skapþungt. Hann siglir til Englands, hugsaði ég, hann er aldrei óhultur um líf sitt á sjónum. Við gengum framhjá húsi Eimskipafé- lagsins og stóðum síðan þöglir á hafnarbakkanum skammt frá drunga. legu ljóskeri, unz ég gat ekki stillt mig um að spyrja fermingarbróður minn, hvaða drasli hann hygðist fleygja. Hann fór að tvístíga, ræskti sig og hváði. Varstu ekki að tala um að fleygja einhverju drasli? spurði ég. Jú, þessu! sagði hann eftir nokkurt hik og rétti fram lófann. Ég sá ekki betur en hann héldi á tveimur gullhringum og þremur mis- stórum myndum af búlduleitri stúlku, sunnlenzkri bóndadóttur, unnustu sinni. En heilinn í mér var svo sein- virkur að vanda, að þegar ég skildi loks kynlegt látæði fermingarbróður míns og ætlaði að fara að telja hon- um hughvarf, biðja hann þyrma hringum sínum og myndum, að minnsta kosti í bili, þá flugu þessir gripir út í náttmyrkrið, hurfu í höfn- ina. Mundi! sagði ég öldungis ráð- þrota. Hvað ertu að gera? Held það sé mátulegt á hana! taut- aði hann skjálfraddaður og átti mjög annríkt í næsta vetfangi, dró fulla flösku úr brjóstvasa sínum, svifti af benni pjáturtappa og saup á, nokkuð ógætilega að mér sýndist. Ginn, stundi hann hóstandi, strauk stútinn og bauð mér. Held manni veiti ekki af að fá sér neðan í því! Eftir örfáar mínútur var hann bú- inn að segja mér allt af létta, að hann ælti enga unnustu lengur, stúlkan 201
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.