Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 13
TVEIR DJUPFIRÐINGAR HEFNA SIN Sérðu eftir henni? spurði hann. Eg tautaði eitthvað um vondan heim og meinleg örlög, en fermingar- bróðir minn var allt í einu orðinn svo brattur, að hann nennti ekki að hlusta á slíkar raunatölur, heldur vingsaði handleggnum og stappaði stálinu í okkur báða. Bara láta þær gossa, kaldir og rólegir, sagði hann, okkur varðaði ekkert um þær, ekki nokkurn skapaðan hlut, hvern and- skotann ættum við að vera að sjá eftir þessum stelpum, sem höguðu sér eins og verstu gálur, ruku í ástandið og kölluðu okkur slordóna. Hann sneri við og stefndi enn á kimann hjá vörugeymslunni, greikkaði sporið og skipaði okkur báðum að gleyma þeim í eitt skifti fyrir öll, kannast ekki við þær, ef við sæjum þær til- sýndar, minnast ekki á þær, hugsa hvorki né tala um þær framar. Bless- aður vertu, einhverntíma sjá þær eft- ir okkur, sagði hann. Held það sé mátulegt á þær! Hann gekk á undan mér inn í þröngan kimann, tók pjáturtappann af flöskunni í þriðja sinn, bauð mér og saup þvínæst sjálfur. Reykirðu Palli? Stundum. Langbezt að gleyma þeim, sagði hann um leið og við kveiktum í sígarettum. Finnurðu nokkuð á þér? Nei. Eg ekki heldur, sagði hann. Við verðum að fá okkur annan! Ætli við höfum gott af því, sagði ég. Þetta er svo voðalega sterkt. Gott af því! Fermingarbróðir minn vissi ekki betur en við ættum hress- ingu skilið: Bættu á þig Palli, fáðu þér annan! sagði hann og rétti mér flöskuna. Svo skulum við fara á sjoppu og blanda! Eg féllst á röksemdir hans, svo langt sem þær náðu, og bætti á mig sopa á nýjan leik, enda þótt amma sáluga hefði jafnan haldið því fram, að brennivíns bæri að neyta eins og dropameðals, í mesta lagi eins og kamfórumixtúru, ella reyndist það háskaleg ólyfjan. Við lukum upp dyr- um á sjoppu einni skammt frá höfn- inni, en hrukkum út aftur jafnskjótt og við sáum framan í nokkra mjó- slegna sjóliða, sem sátu þar að bjór- drykkju. Okkur kom saman um að forðast fyrir hvern mun vernd brezka hersins innanhúss, hvort sem hann væri í móleitum búningi, blágráum eða svörtum, — ætli okkur dvgði ekki verndin á götum úti, þar sem ekki varð þverfótað fyrir þessum kónum (sennilega mörgum frá Liver- pool). Við gægðumst inn í aðra sjoppu, en komum hvergi auga á auðan stól. Sú þriðja var að vísu fá- setin, en hinsvegar svo daunill og sóðaleg, að við hrökkluðumst þaðan líka. En hvort sem við leituðum lengur eða skemur að hentugum stað til að blanda, þá blönduðum við loks í skoti lítillar veitingastofu, þar 203
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.