Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 14
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
cem dökkklædd stúlka meS hvítan
svuntubleðil gekk um beina. Það hitt-
ist svo vel á, aS gestir stofunnar, þrír
eSa fjórir talsins, voru allir á förum
þegar viS komum. FramreiSslustúlk-
an færði okkur einhverja gosdrykki
í skotið og skifti um öskudall á borð-
inu, en fermingarbróðir minn pukr-
aðist síðan með flöskuna og sætti lagi
að skvetta í glösin.
Skál Palli! sagði hann í hálfum
hljóðum.
Skál Mundi! hvíslaði ég.
Langbezt að gleyma þeim og tala
aldrei um þær, sagði hann.
Já, sagði ég.
Bara ve'ra nógu helvíli kaldir,
sagði hann. Við erum engir aumingj-
ar!
Nei, sagði ég.
Finnurðu nokkuð á þér? spurði
hann um leið og kyrrlátl danslag
fvllti veitingastofuna, annaðhvort úr
viðtæki eða grannnófóni. Eigum við
ekki að skála?
Það byrjaði að hríslast um mig
notalegur vlur, eins og ég hefði kingt
sólskini. Mér fannst ég vera kominn
heim — til Djúpafjarðar. Ég minnti
fermingarbróður minn á flugdreka
hans og marhnútaveiðar, en hann
minnti mig í staðinn á gömlu hjóla-
tikina mína og tvöfalda munnhörpu.
sem amma sáluga hafði gefið mér á
jólum, dýrlegt hljóðfæri. Þú týndir
henni einu sinni, sagði hann, og ég
fann hana! Fyrr en varði vorum við
báðir lagztir fram á borðið og farnir
að keppast við að rifja upp sameigin-
legar minningar okkar um kúskelja-
leiðangra vestur á granda, skrýtin
hreiður, sjaldgæfa fugla, brimbúta,
maurildi, frægan þönglabardaga,
róður í tunglsljósi á hriplekum
pramma. Fjaran á Djúpafirði hlasti
við mér, sumsstaðar grýtt og sums-
staðar sendin, ég sá máf hennar og
rytu, kríu hennar og tjald, gat næst-
um því þreifað á hrúðurkörlunum á
klettum hennar og fundið hressandi
seltuþefinn af belgjaþangi hennar og
þarablöðkum. Slík fjara átti það
vissulega skilið, að við drykkjum
minni hennar, og þá ekki síður fólk-
ið, hlessað fólkið, hús þess, kofar og
kumbaldar, bátar þess, hjallar og
naust, kálgarðar þess, girðingar og
þvottastög. Við nefndum jafnsnemma
hugvitsmann og listasmið þorpsins
okkar: Hann Jóakim, sögðum við.
hann Jóakim! Manstu eftir öllum tól-
unum í skonsunni heima hjá honum?
Manstu hvernig hann var á þönum
frá morgni til kvölds, hvernig hann
skálmaði eins og byssubrenndur milli
húsa, hvernig hann talaði við sjálfan
sig, reykti og púaði, sönglaði og bölv-
aði? Ellegar konan hans Jóakims,
hún Vilborg, hún Villa, — manstu
hvernig hún deplaði augunum. hall-
aði undir flatt og hélt um eyraö, þeg-
ar hún vildi láta Gísla lækni fara að
glugga í hlustina á sér, kraka úr
henni pöddur eða draga úr henni
204