Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 14
TIMARIT MALS OG MENNINGAR cem dökkklædd stúlka meS hvítan svuntubleðil gekk um beina. Það hitt- ist svo vel á, aS gestir stofunnar, þrír eSa fjórir talsins, voru allir á förum þegar viS komum. FramreiSslustúlk- an færði okkur einhverja gosdrykki í skotið og skifti um öskudall á borð- inu, en fermingarbróðir minn pukr- aðist síðan með flöskuna og sætti lagi að skvetta í glösin. Skál Palli! sagði hann í hálfum hljóðum. Skál Mundi! hvíslaði ég. Langbezt að gleyma þeim og tala aldrei um þær, sagði hann. Já, sagði ég. Bara ve'ra nógu helvíli kaldir, sagði hann. Við erum engir aumingj- ar! Nei, sagði ég. Finnurðu nokkuð á þér? spurði hann um leið og kyrrlátl danslag fvllti veitingastofuna, annaðhvort úr viðtæki eða grannnófóni. Eigum við ekki að skála? Það byrjaði að hríslast um mig notalegur vlur, eins og ég hefði kingt sólskini. Mér fannst ég vera kominn heim — til Djúpafjarðar. Ég minnti fermingarbróður minn á flugdreka hans og marhnútaveiðar, en hann minnti mig í staðinn á gömlu hjóla- tikina mína og tvöfalda munnhörpu. sem amma sáluga hafði gefið mér á jólum, dýrlegt hljóðfæri. Þú týndir henni einu sinni, sagði hann, og ég fann hana! Fyrr en varði vorum við báðir lagztir fram á borðið og farnir að keppast við að rifja upp sameigin- legar minningar okkar um kúskelja- leiðangra vestur á granda, skrýtin hreiður, sjaldgæfa fugla, brimbúta, maurildi, frægan þönglabardaga, róður í tunglsljósi á hriplekum pramma. Fjaran á Djúpafirði hlasti við mér, sumsstaðar grýtt og sums- staðar sendin, ég sá máf hennar og rytu, kríu hennar og tjald, gat næst- um því þreifað á hrúðurkörlunum á klettum hennar og fundið hressandi seltuþefinn af belgjaþangi hennar og þarablöðkum. Slík fjara átti það vissulega skilið, að við drykkjum minni hennar, og þá ekki síður fólk- ið, hlessað fólkið, hús þess, kofar og kumbaldar, bátar þess, hjallar og naust, kálgarðar þess, girðingar og þvottastög. Við nefndum jafnsnemma hugvitsmann og listasmið þorpsins okkar: Hann Jóakim, sögðum við. hann Jóakim! Manstu eftir öllum tól- unum í skonsunni heima hjá honum? Manstu hvernig hann var á þönum frá morgni til kvölds, hvernig hann skálmaði eins og byssubrenndur milli húsa, hvernig hann talaði við sjálfan sig, reykti og púaði, sönglaði og bölv- aði? Ellegar konan hans Jóakims, hún Vilborg, hún Villa, — manstu hvernig hún deplaði augunum. hall- aði undir flatt og hélt um eyraö, þeg- ar hún vildi láta Gísla lækni fara að glugga í hlustina á sér, kraka úr henni pöddur eða draga úr henni 204
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.