Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Taktu það ekki nærri þér, reyndu að gleyma henni, sagði ég og vildi fyrir hvern mun hughreysta ferming- arbróður minn, losa hann úr kaldri skuggagreip veruleikans, láta hann orna sér í geislum þeirrar töfrasólar, sem hafði risið fyrir hans tilverknað í skoti þessarar veitingastofu. Reyndu að muna hvað jörðin er lítil og menn- irnir smáir, hélt ég áfram. Jörðin er eins og rykkorn, Mundi, eins og ryk- korn í óendanlegum geimi. Auk þess er ævi okkar svo skelfilega stutt og allir hlutir afstæðir, jafnvel von- brigðin. Þegar ég þóttist sjá að vísdómur af þessu tagi færi fyrir ofan garð og neðan hjá fermingarbróður mínum, vissi ég ekki fyrr til en léttúðarfull orð Valþórs skruppu út úr mér, að það væri enginn hörgull á ungum stúlkum í heiminum. Einhversstaðar í hugskoti mínu brá ömmu sálugu fyrir, byrstri og forviða, en fermingarbróðir minn samþykkti óðara kenningu Valþórs: Nú líkar mér við þig, við erum eng- ir aumingjar! sagði hann og skoraði á mig að drekka, þetta væri ekkert áframhald, við yrðum að slá í, finna á okkur, verða kenndir. A ég að segja þér hvað ég ætla að gera? spurði hann síðan í trúnaði, hallaðist fram á borðið og lækkaði róminn: Ég ætla að húkka enska mellu! Siðfræði ömmu minnar hafði ekki sljóvgazt svo í brjósti mér, að hún risi ekki öndverð gegn slíkum ásetn- ingi: Nei Mundi, sagði ég, ertu frá þér! Held það sé mátulegt á hana! sagði hann. Bara vera nógu helvíti kaldur! Þú mátt ekki hugsa svona, sagði ég. Uss! sagði hann og hvolfdi í sig úr glasinu: Bezt að húkka margar! Ég hristi höfuðið: Þér er ekki al- vara. Jú! fullyrti hann. Hlussur! Það var ekki laust við, að mér væri farið að finnast til um karlmennsku hans, þegar siðfræði ömmu minnar sólugu barst öflugur liðsauki. Vitn- eskju úr bæklingi nokkrum, sem ég hafði lesið í hittiðfyrra, sumpart fyr- ir áeggjan Steindórs Guðbrandsson- ar, skaut upp í huga mér eins og ógn- andi kafbáti. Nei Mundi, þú verður að stilla þig, í guðanna bænum, hvísl- aði ég um leið og hann ákvað að láta skríða til skarar í Fleetwood. Þú gæt- ir fengið hroðalega sjúkdóma ... Mér er andskotans sama, sagði hann. Heldurðu að ég hafi aldrei heyrt kynsjúkdóma nefnda? Ef ég er slordóni, þá er ég slordóni! Ongvu að síður runnu á hann tvær grímur andspænis þeim staðreynd- um, sem mér voru kunnar úr bækl- ingnum, unz hann minntist þess snögglega, að einhver Helgi hefði mestu óbeit á hafnarknæpum og slarki, — kannski maður ætti ekkert að skifta sér af enskum hlussum fyrst um sinn. 206
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.