Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Taktu það ekki nærri þér, reyndu
að gleyma henni, sagði ég og vildi
fyrir hvern mun hughreysta ferming-
arbróður minn, losa hann úr kaldri
skuggagreip veruleikans, láta hann
orna sér í geislum þeirrar töfrasólar,
sem hafði risið fyrir hans tilverknað
í skoti þessarar veitingastofu. Reyndu
að muna hvað jörðin er lítil og menn-
irnir smáir, hélt ég áfram. Jörðin er
eins og rykkorn, Mundi, eins og ryk-
korn í óendanlegum geimi. Auk þess
er ævi okkar svo skelfilega stutt og
allir hlutir afstæðir, jafnvel von-
brigðin.
Þegar ég þóttist sjá að vísdómur af
þessu tagi færi fyrir ofan garð og
neðan hjá fermingarbróður mínum,
vissi ég ekki fyrr til en léttúðarfull
orð Valþórs skruppu út úr mér, að
það væri enginn hörgull á ungum
stúlkum í heiminum.
Einhversstaðar í hugskoti mínu
brá ömmu sálugu fyrir, byrstri og
forviða, en fermingarbróðir minn
samþykkti óðara kenningu Valþórs:
Nú líkar mér við þig, við erum eng-
ir aumingjar! sagði hann og skoraði
á mig að drekka, þetta væri ekkert
áframhald, við yrðum að slá í, finna
á okkur, verða kenndir. A ég að segja
þér hvað ég ætla að gera? spurði
hann síðan í trúnaði, hallaðist fram
á borðið og lækkaði róminn: Ég ætla
að húkka enska mellu!
Siðfræði ömmu minnar hafði ekki
sljóvgazt svo í brjósti mér, að hún
risi ekki öndverð gegn slíkum ásetn-
ingi: Nei Mundi, sagði ég, ertu frá
þér!
Held það sé mátulegt á hana! sagði
hann. Bara vera nógu helvíti kaldur!
Þú mátt ekki hugsa svona, sagði ég.
Uss! sagði hann og hvolfdi í sig
úr glasinu: Bezt að húkka margar!
Ég hristi höfuðið: Þér er ekki al-
vara.
Jú! fullyrti hann. Hlussur!
Það var ekki laust við, að mér væri
farið að finnast til um karlmennsku
hans, þegar siðfræði ömmu minnar
sólugu barst öflugur liðsauki. Vitn-
eskju úr bæklingi nokkrum, sem ég
hafði lesið í hittiðfyrra, sumpart fyr-
ir áeggjan Steindórs Guðbrandsson-
ar, skaut upp í huga mér eins og ógn-
andi kafbáti. Nei Mundi, þú verður
að stilla þig, í guðanna bænum, hvísl-
aði ég um leið og hann ákvað að láta
skríða til skarar í Fleetwood. Þú gæt-
ir fengið hroðalega sjúkdóma ...
Mér er andskotans sama, sagði
hann. Heldurðu að ég hafi aldrei
heyrt kynsjúkdóma nefnda? Ef ég er
slordóni, þá er ég slordóni!
Ongvu að síður runnu á hann tvær
grímur andspænis þeim staðreynd-
um, sem mér voru kunnar úr bækl-
ingnum, unz hann minntist þess
snögglega, að einhver Helgi hefði
mestu óbeit á hafnarknæpum og
slarki, — kannski maður ætti ekkert
að skifta sér af enskum hlussum fyrst
um sinn.
206