Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR í kjaftinn á þessum andskotum! sagSi hann. Og verður kannski drepinn! Eg bað hann fara af togaranum og viknaði við: Hann mætti ekki stofna sér í lífsháska, hann hlyti að geta fengið vinnu í landi. Ha? Hætta á dallinum? Ferm- ingarbróðir minn dró upp flöskuna og spurði hvort ég væri orðinn vit- laus. Hann ætti nú ekki annað eftir en hætta á dallinum! Eða héldi ég kánnski, að hann dræpist síður á landi en sjó, ef hann væri feigur? Maður dræpist ekki nema einu sinni, og einhverjir yrðu að sigla, sagði hann og hellti í glösin. Nú skyldum við sýna hvað við gætum, fá okkur einn sterkan! Ég dáðist að slíku þreklyndi, hlýddi honum og drakk, eða öllu heldur svolgraði, en gleymdi víst hvorutveggja eftir skamma stund, karlmannlegu æðruleysi hans og sjó- hernaði þjóðverja. Skýin héldu áfram að hrannast að mér, sortna og bólgna, unz ég gat ekki lengur orða bundizt, heldur byrjaði að ásaka sjálfan mig í fleirtölu, sagði eitthvað á þá leið, að við værum aumingjar. Hann hallaðist lengra fram á borð- ið, skildi mig ekki. Bölvaðir aumingjar. sagði ég. Annars hefðu stúlkurnar okkar ekki lent í ástandinu. Ha? sagði hann. Hvað hefðum við gert til að koma í veg fyrir það? spurði ég. Hvernig hefðum við verið við þær? Hefðum við verið nærgætnir, kurteisir og ske- skemmtilegir? Hefðum við boðið þeim heimili og öryggi, tvö herbergi og eldhús, stóla og hjónarúm? Hefðu þær getað treyst því, að við værum menn til að sjá fyrir fjö-fjölskyldu? I sömu svifum barði hann í borð- ið: Hvern djöfulinn vildi ég upp á dekk? Kallaði ég hann aumingja? Ég vissi ekki fyrst í stað, hvaðan á mig stóð veðrið. Fermingarbróðir minn var allt í einu orðinn vondur og þrútinn: Kallaði ég hann aumingja? Væri ég að drótta því að honum, að hann hefði ekki getað unnið fyrir henni Gunnu? Ég sór og sárt við lagði, að það hefði aldrei hvarflað að mér. Víst! sagði hann. Nei Mundi, nei vinur, sagði ég í öngum mínum og bað hann fyrirgefa mér óljóst orðalag: Ég hefði ekki átt við hann, ég hefði átt við sjálfan mig. Hann snaraðist úr frakka og jakka, kreppti hnefana og skipaði mér að þreifa á handleggjunum á sér, á vöðvunum. Það kvað við hlátur. Við voruin ekki lengur einir gesta í veitingastof- unni, nokkrir piltar sátu þarna yfir kaffibollum, horfðu inn í skotið okk- ar og lögðu við hlustirnar. Ég hafði ekki hugmynd um, hvenær þeir höfðu komið, og lét mig undarlega litlu skifta návist þeirra og fliss, en reyndi 208
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.