Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 21
TVEIR DJUPFIRÐINCAR HEFNA SIN
sagði hann og hafði öngvar vöflnr á
málflutningi sínum, heldur ákærði þá
tafarlaust fyrir hernám landsins og
kvennastuld. Segðu þeim Palli, að
við skulum berja þá í klessu! Segðu
þeim, að það væri réttast að drepa
þá!
B-bloody bastards! You have o-
occupied our country! You have
stolen our women!
Ég fann, þrátt fyrir víinuna, að
eitthvað var bogið við þennan snún-
ing: No, our girls, stolen our girls!
tafsaði ég, en mundi þá eftir heppi-
legri orðum og tók allt upp aftur. We
are going to beat you, perhaps ki-kill
you! Do you understand?
Fermingarbróðir minn skók
krepptan hnefann og yggldi sig: Vilj-
ið þið þreifa á vöðvunum, bölvaðir
lubbarnir ykkar! Segðu þeim Palli,
að ég skuli berja þá í plokkfisk!
Já, sagði ég, bíddu . ..
Quite drunk!
Annar pilturinn klappaði mér vin-
sainlega á öxlina, hinn hló og lét
móðan mása.
Hvern fjandann eru þeir að
babbla?
Ég skil þá varla.
Hvað er þetta drengur, skilurðu
ekki ensku?
Please, speak slowly! You have
deprived us of our happiness! You
have taken my fi-fiancée! Ég greip í
fermingarbróður minn til að verja
mig falli, en benti síðan á hann: He
has also lo-lost his girl, his fiancée!
Piltarnir neituðu ákærunni: Girls?
sögðu þeir. Officers only!
Ha? sagði ég. Officers?
Yes, sögðu þeir. Icelandic girls for
oíficers! Fish and chips for us!
Það náði öngri átt, að við færum
að ráðast á saklausa menn. Þessir
kátu og alúðlegu piltar höfðu ekkert
gert á hluta okkar, einungis svælt i
sig steiktum þorski og kartöflum,
meðan sjálfir sökudólgarnir, foringj-
arnir í her bretakonungs, þömbuðu
viskí á Borginni og tældu ungar
stúlkur. Fermingarbróðir minn hætti
við að berja þá í plokkfisk, ganga af
þeim hálfdauðum eða dauðum. Hann
lét sér nægja að skipa þeim að þreifa
á vöðvunum og hóta að gefa þeim
smávegis á trantinn fyrir hönd ætt-
jarðarinnar, en vildi þó hressa þá
áður, bleyta í þessu gumsi, sem þeir
höfðu verið að éta.
Helvítis ormarnir ykkar! Komið
þið hérna inn í portið! sagði hann og
vingsaði flöskunni. Ginn!
Mér tókst að snúa boði hans á ein-
hverskonar ensku, þrátt fyrir öldu-
ganginn undir fótum mér og gífur-
legt rugg húsanna. Piltarnir hvísluð-
ust á, eins og þeir væru á báðum átt-
um, en þokuðust síðan inn í breitt
portið, supu á flöskunni og þökkuðu
hlæjandi fyrir sig.
Helvítis ormarnir ykkar! Ferm-
211